Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

27.9.2011

Íslandsmót í sagnkeppni

Fyrsta Íslandsmótið á þessum spila-vetri er Íslandsmótið í sagnkeppni
Mótið hefst föstudaginn 30.september,  mæting er  kl. 19:15
Mótið hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 21:00
Melduð verða 30 spil á 90 mínútum
Mótanefnd sér um framkvæmd mótsins

19.9.2011

Bermuda Bowl 20 ára afmælismót

Þann 11.október  n.k. eru  liðin 20 ár síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar í Bridge, í því
tilefni var blásið til afmælismóts laugardaginn 17.september, til styrktar landsliðinu fyrir Bermuda Bowl í Veldhoven í október n.k.
Fjöldi fyrtækja styrktu þetta skemmtilega mót sem haldið var í tónlistarhúsi Hörpunnar
og tókst afburðarvel.

1.sæti   HS Orka með þá Pál Valdimarsson og Morten Bilde, frá Danmörku  með 360,6 stig
2.sæti Jón Ásbjörnsson hf með þá Guðm. Sv. Hermannsson og Marek Szymanowski, frá Póllandi
3.sæti Arctica með Agnar Hansson og Jens Auken, frá Danmörku með 344,4 stig
Hægt að sjá stöðuna í mótinu hér 
Styrktaraðilar mótsins eru:
Mannvit hf, Aðalskoðun hf. Landsbankinn hf, Plastprent, Kaupfélag Skagfirðinga, Lyfjaver hf,
Nýherji hf, Íslandsbanki Lækjagötu, Garðs apótek, Þrír frakkar, Þörbjörn hf Grindavík, Vörður hf;
KPMG, GROCO hf, World Calss, Olís hf, Mjólkursamsalan, Blá Lónið, Open kerfi hf, 365 miðlar hf,
Jón Ásbjörnsson hf, HS Orka, Logoflex, Hraðfyrstihús Hellissands, Harpan, Arctica,
Myndform, Bernhard ehf, Bananar hf, HB Grandi hf, Actavis Group, Málning hf,
Kjaran, Málmtækni, Grant Thornton
Bridgesambandið þakkar öllum velunnurum Bridgesambandsins fyrir þátttökuna í mótinu.

13.9.2011

Æfingamót í boði Iceland Express og CenterHotel Plaza

Annað landsliðsæfingamót í boði Iceland Express verður haldið á CenterHotel Plaza
helgina 16-18.september n.k. Mótið verður spilað í nýjum fundarsal CenterHotels Plaza
Boðsgestirnir sem koma í boði Iceland Express eru:
Danmörk - Jens Auken og Sören Chrisiansen, Morten Bilde og Jörgen Hansen
Pólland    - Marek Szymanowski og Piotr Walszak, Piotr Zak og Jerzy Zaremba
Svíþjóð     - Tommy Gullberg og Per Olof Sundelin
Dagskrá:
Föstud.   16.sept. kl. 18:00   2x16 spil
Laugard. 17.sept. kl. 10:00   3x16 spil
Sunnud. 18.sept. kl. 10:00   3x16 spil  
Einnig spila allir þessir aðilar ásamt okkar landsliðsmönnum í fjáröflunarmóti
fyrir Bermuda Bowl, í Hörpunni laugard. 17.sept. frá kl. 16:00-19:00  
Nánar um það mót hér
Hægt verður að fylgjast með running scori á heimasíðu BSÍ
Bridgespilarar eru hvattir til koma og fylgjast með á CenterHotel Plaza

Heimasíða Landsliðskeppni Iceland Express og CenterHotelPlaza

12.9.2011

Grant Thornton Bikarmeistarar 2011

Sveit Grant Thornton er Bikarmeistari 2011.  Sveit Grants spilaði úrslitaleikinn við
Haustak frá Austfjörðum sem fór 144-116

 

Með Grant spiluðu Sveinn R. Eiríksson, Hrólfur Hjaltason, Júlíus Sigurjónsson og Þröstur Ingimarsson 

Heimasíða Bikarkeppninnar 2011

5.9.2011

Búið að draga í undanúrslit í Bikarkeppni 2011

Undanúrslit Bikarkeppni 2011

  • Birkir J. Jónsson -  Grant Thornton
  • Garðs apótek - Haustak
LIFANDI ÚRSLIT/RUNNING SCORE

Heimasíða Bikarkeppni 2011

2.9.2011

Lokamót Sumarbridge 2011 - föstudaginn 9. september kl 18:00

Lokamót Sumarbridge 2011 fer fram föstudaginn 9. september og byrjar kl 18:00. Spilaðar verða 10 umferðir með 4 spilum á milli para. Spilað verður um silfurstig. Keppnisgjald er 1500 kr. á spilara og veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin:

  • 1. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Bridgehátíð 2012
  • 2. verðlaun:   Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenning 2012
  • 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenning 2011.

Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 bronsstigahæstu karl og kvenspilara sumarsins.


Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing