Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

22.12.2012

Gleðileg jól

Bridgesamband Íslands sendir öllum spilurum nær og fjær og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár - Sjáumst hress og kát við græna borðið 2013
                                            3D Santa  

8.12.2012

Páll Valdimarsson og Kristján Blöndal Íslndsmeistarar í Butler-tvímenningi

Íslandsmótið í Butler-tvímenningi var fór fram laugardaginn 08 desember og mættu 19 pör til leiks.

Íslandsmeistarar urðu Páll Valdimarsson og Kristján Blöndal með 77,1 impa. Í öðru sæti urðu bræðurnir Anton og Sigurbjörn Harldssyrni með 46,4 impa og í þriðja sæti Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Arnarson með 40,1 impa.
Sjá nánar um mótið hér

8.12.2012

Hrund Einarsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson Íslandsmeistar í sagnakeppni

Íslansmótið í Sagnkeppni var hadið föstudaginn 07 desember með þátttöku 12 para. Melduð voru 30 spil á 90 mínútum.
Hrund Einarsdóttir og Ásgeir Ásbjörnsson sigruðu með 201 stig og í öðru sæti urðu Halldór Svanbergsson og Kristinn Kristinsson með 182 stig og í þriðja sæti Ómar Freyr Ómarsson og Örvar Óskarsson með 180 stig. Í Kvennaflokki sigruðu þær Sigrún Þorvarðardóttir og Guðný Guðjónsdóttir með 165 stig.

Sjá hér allt um mótið

6.12.2012

Íslandsmót í Bötlertvímenning

Skráning er hafin í Íslandsmótið í Butlertvímenning sem fer fram laugardaginn 8.desember
spilamennska hefst kl. 11:00 og verður spilað í Síðumúla 37
Vegna misskilnings, er skráningu ekki lokið.  15 pör eru skráð.  Ennþá vantar 1 par

Keppnisgjald er 4000 kr. á parið
Núverandi Íslandsmeistarar eru þeir Hlynur Angantýsson og Kjartan Ásmundsson

Skráningarlisti

2.12.2012

Íslandsmót í sagnkeppni

Íslandsmótið í sagnkeppni fer fram föstudaginn 7.desember kl. 19:15.
Mótið hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 21:00
Melduð verða 30 spil á 90 mínútum
Mótanefnd sér um framkvæmd mótsins

1.12.2012

Guðbrandur og Friðþjófur Íslandsmeistarar eldri spilara 2012

Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson urðu Íslandsmeistarar eldri spilara í tvímenning 2012. Þeir enduðu rúmum 7 stigum á undan Sigtryggi Sigurðssyni og Hrólfi Hjaltasyni sem áttu titil að verja. Þórður Sigurðsson og Gísli Þórarinsson enduðu í 3ja sæti , 15 stigum á eftir 2. sætinu.

Til hamingju Guðbrandur og FriðþjófurHeimasíða mótsins

25.11.2012

Breyttur opnunartími á skrifstofu

Skrifstofan verður opin frá kl. 13-16
dagana 26.nóv. til 7.des.

Hægt er að ná í Dennu í s. 864 2112

19.11.2012

PwC

Meðlimir í sveit PwC urðu Íslandsmeistarar í Parasveitakeppni 2012
með yfirburðarskor 254 stig
Næsta sveit á eftir varð sveit Svölu Pálsdóttir með 230 stig
og í 3ja sæti varð sveitin Addý með 227


Í Pwc spiluðu Ljósbrá Baldursdóttir, Anna Ívarsdóttir, Jón Baldursson
Þorlákur Jónsson og Sigubjörn Haraldsson

BSÍ þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna í mótinu

Heimasíða mótsins

13.11.2012

Íslandsmót í Parasveitakeppni

Íslandsmótið í Parasveitakeppni fer fram helgina 17-18.nóvember n.k.
14 sveitir eru skráðar til leiks og verða spiluð 8 spil á milli allir við alla
Mótið hefst kl. 10:00 báða dagana .  

5.11.2012

Madeira 2012

Eins og svo oft áður brugðu Íslenskir bridgespilarar sér til Madeira
Spilamennska hefst í kvöld og verður væntanlega hægt
að fylgjst með hér en þessi er á portugölsku 

29.10.2012

Deildakeppni 2012

Sigurvegarar 1.deild í Deildkeppni BSÍ 2012
er sveit Karls Sigurhjartarsonar með 245 stig
í 2.sæti varð sveit Chile með 234 stig 
í 3.sæti varð sveit Jóns Ásbjörnssonar hf með 213 stig

í sveit Karls spuluðu ásamt honum Sævar Þorbjörnsson,
Anton Haraldsson, Pétur Guðjónsson og Sigubjörn Haraldsson
í 2. deild varð hlutskörpust sveit Þriggja frakka með 262 stig

í sveitini spiluðu Hjördís Sigurjónsdóttir, Kristján Blöndal,
Guðmundur Baldursson, Steinberg Ríkarðsson, Rúnar Einarsson
og Guðjón Sigurjónsson.
Jafet Ólafsson forset BSÍ afhenti verðlaun í mótslok
2 sæti varð sveit Stubbana með 242 stig
3.sæti varð sveit Vestra með 238 stig

Heimasíða mótsins

20.10.2012

Guðmundur Snorrason Íslandsmeistari í einmenning

Guðmundur Snorrason varð Íslandsmeistari í einmenning nú fyrir stundu
með 1243,1 stig
Borgfirðingurinn Ingimundur Jónsson varð í 2 sæti með 1242,8 stig
Í 3ja sæti varð Brynjar Jónsson með 1239,8 stig

Viningshafarnir, Guðmundur Snorrason, Ingimundur Jónsson, og
Brynjar Jónsson, Helga Bergmann afhenti verðlaun í mótslok

Bridgesambandið þakkar öllum fyrir þátttökuna í mótinu
óskar öllum góðrar heimferðar

Heimasíða mótsins

14.10.2012

Anna Þóra og Ljósbrá Íslandsmeistarar

Íslandsmót kvenna í tvímenning lauk fyrir stundu með sigri
Önnu Þóru Jónsdóttur og Ljósbrá Baldursdóttur, með 58,9 % skor

Ljósbrá og Anna Þóra

í 2. sæti voru Jóhanna Sigurjónsdóttir og Una Árnadóttir
í 3. sæti voru Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir

Bridgesambandið þakkar fyrir þátttökuna í mótinu og vinningshöfum til hamingju
Heimasíða mótsins

12.10.2012

Íslandsmót kvenna í tvímenning 13-14.okt

1.10.2012

Azor eyjar 2-7.október

Fjórir vaskir piltar ætla að spreyta sig á alþjóðlegu móti undir
30 ára sem hefst á morgun á Azoreyjum 
Benedikt Bjarnason -Tómas Þór Þorsteinsson
Fjölnir Jónsson - Ingólfur Páll Matthíasson

XVI Festival Internacional Bridge Açores
2-7 Outubro 2012

19.9.2012

Auglýst eftir áhugasömum pörum til landsliðsæfinga

  Í maí 2013 fer fram Norðurlandamót í bridge nú haldið á Íslandi.
Til undirbúnings þessu móti mun Bridgesambandið standa fyrir æfingum fyrir hugsanleg landsliðspör. Auglýst er eftir áhugasömum pörum til æfinga og er frestur til 2. Október til að skrá sig í hópinn á bridge@bridge.is.                           
Æfingar hefjast 5. Október, stefnt er að því að 6-8 pör verði í þessu æfingaprógrammi bæði í karla og kvennaflokki, þ.e 12-16 pör samtals. Alls verða haldin 8 æfingakvöld seinnipart föstudags, með heimavinnu ofl. Yfirumsjón með þjálfunar málum hefur Guðmundur Páll Arnarsson, honum til aðstoðar verða Sveinn Rúnar Eiríksson, Björgvin Kristinsson og Ásgeir Ásbjörnsson, sem og landsliðsnefndin.

Þann 22-24 .febrúar 2013 verður síðan landsliðskeppni, efstu 3 pörin í því móti í hvorum flokki munu skipa landslið Íslands á Norðurlandamótinu.                           
Þessi þjálfara hópur  mun síðan halda áfram æfingum með þeim pörum, sem efst urðu fram að Norðurlandamóti. Búið er að gera vinnuáætlun fyrir þessar æfingar og er hægt að nálgast hana hér

Þátttaka er opin í báða flokka, en Landsliðsnefnd áskilur sér rétt til að velja/hafna pörum til að fá réttan þátttökufjölda.  Þátttökufjöldi verður  12 eða 16 pör.

15.9.2012

Lokamót Sumarbridge: Gísli og Runólfur sigurvegarar!!

Gísli Steingrímsson og Runólfur Jónsson unnu lokamót Sumarbridge 2012. Þeir enduðu með 61,3% skor og fengu í verðlaun gjafabréf á tvímenning Bridgehátíðar 2013. Björgvin Már Kristinsson og Sverrir G. Kristinsson enduðu í 2. sæti með 56,5% og fengu að launum gjafabréf á Íslandsmótið í Butler-tvímenning 2012. Sigurjón Harðarson og Sigurður Skagfjörð urðu þriðju með 55,2%. Verðlaun fyrir 3-5. sætið var gjafabréf á Íslandsmótið í einmenning 2012.


Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bronsstigahæstu spilara Sumarbridge 2012. Árni Hannesson og Oddur Hannesson voru bronskóngar Sumarbridge með 237 bronsstig. Halldór Þorvaldsson var í 3. sæti með 231 bronsstig.  Bronsdrottning Sumarbridge var Erla Sigurjónsdóttir með 183 bronsstig. Í 2. sæti var Guðrún Jóhannesdóttir með 146 og Hulda Hjálmarsdóttir endaði í 3. sæti með 96 bronsstig. Öll fengu þau gjafabréf á Íslandsmótið í einmenning 2012.

Heimasíða Sumarbridge

12.9.2012

Silfurstigamót laugardaginn 15.sept

Lokamót Sumarbridge fer fram laugardaginn 15.sept og hefst kl. 13:00
Spilaðar verða 11 umferðir, 4 spil á milli para og veitt verða silfurstig.
Keppnisgjald er 1500 kr á spilara og verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin.
Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir bronsstigahæstu kven-og karl
spilara sumarsins.

10.9.2012

Bikarmeistarar 2012

Þeir félagar í sveit Karls Sigurhjartarsonar nældu sér i Bikarmeistartitilinn 2012´
eftir sigur á sveit Gunnlaugs Sævarssonar 217-118
Við óskum þeim til hamingju með sigurinn
Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í bikarkepnninni í sumar fyrir samveruna.
Bikar 2012
Bikarmeistarar í sveit Karls Sigurhjartarsonar
Karl Sigurhjartarson, Pétur Gujónsson, Sævar Þorbjörnsson, Anton Haraldsson
Sigurbjörn Haraldsson.

Heimasíða bikarkeppninnar

9.9.2012

Lokamót Sumarbridge 2012

Lokamót Sumarbridge 2012 Lokamót Sumarbridge 2012 fer fram laugardaginn 15. september og byrjar kl 13:00. Spilaðar verða 11 umferðir með 4 spilum á milli para. Spilað verður um silfurstig. Keppnisgjald er 1500 kr. á spilara og veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin:
 • 1. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 1 par á Bridgehátíð 2012
 • 2. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 1 par á Íslandsmótið í Butler tvímenning 2012
 • 3-5. verðlaun: Keppnisgjald fyrir 2 spilara á Íslandsmótið í einmenning 2011.
Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 bronsstigahæstu karl og kvenspilara sumarsins.

8.9.2012

Undanaúrslit-úrslit bikarkeppni BSÍ 2012

 

 • Bikarmeistarar 2012 er sveit Karls Sigurhjartarsonar
 • Karl Sigurhjartarson = 217
 • Gunnlaugur Sævarsson 118
 • Sveit Karls Sigurhjartar vann sveit Garðs apóteks 118-116 í undanúrslitum Bikarkeppninnar
 • Sveit Gunnlaugs Sævarssonar vann sveit VÍS 135-96

  Heimasíða bikarkeppninnar
 • 3.9.2012

  Bikarkeppni BSÍ - Undanúrslit/ úrslit

  Undanúrslitum laugardags lauk svo...

  • Karl Sigurhjartarson = 118,  Garðsapótek = 116
  • Gunnlaugur Sævarsson = 135, VÍS = 96

  Karl Sigurhjartarson og Gunnlaugur Sævarsson leika nú til úrslita frá 10-18.  Sýnt er beint á BBO
  heimasíða bikarsins

  27.8.2012

  Bikarkeppni BSÍ

  Síðasti spiladagur 4 umferðar er sunnudagurinn 2.september

  sjá 4.umferð hér


  Heimsíða Bikarsins

  21.8.2012

  Olympíumótið

  Svíþjóð - Pólland í úrslitaleik 

  Hægt er að fylgjast með hér og á BBO

  20.8.2012

  Olympíumótið

  Svíþjóð og Monaco - Svíar eru yfir fyrir síðustu lotu 171-146 

  Pólland og Írland  - Pólverjar eru yfir fyrir síðustu lotu 217-137

  Hægt er að fylgjast með  hér og á BBO

  14.8.2012

  Búið að draga í 4 umferð í Bikarkeppni BSÍ

  Dregið var í 4.umferð í bikarkeppni BSÍ 13.ágúst

  sjá 4.umferð hér


  Heimsíða Bikarsins

  14.8.2012

  Olympíumótið

  Ísland tapaði stórt fyrir Monaco í síðasta leiknum í dag 1-25
  Tyrkir gerðu jafntefli við Ísraelsmenn 16-14 og enduðu því í 4 sæti
  Ísland endaði í 6 sæti með 256 stig 1 stigi á eftir Kínverjum

  Þökkum okkar mönnum fyrir gott mót 

  Hægt að sjá allt um mótið hér

  14.8.2012

  17-13 sigur á Norðmönnum

  Ísland sigraði Norðmenn 17-13 á olimpíumótinu
  og eru ennþá í 4 sæti í riðlinum ásamt Tyrkjum með 255 stig
  Ísland spilar við Mónakó í síðustu umferð og Tyrkir spila við Ísrael

  Við sendum strákonum okkar hlýja strauma fyrir síðustu viðureignina 

  Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og á BBO

  14.8.2012

  Olympíumótið

  Ísland vann fyrsta leikinn í dag við Botswana 25-3 og eru því í 4 sæti
  fyrir fyrir síðustu tvær umferðirnar fyrir 16 liða úrslitin.
  Næsti leikur er við Norðmenn kl. 12:00 og síðastir eru Monaco kl. 15:00 í dag.
  Við sendum strákonum okkar hlýja strauma fyrir síðustu viðureigninar


  Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og á BBO

  13.8.2012

  Olympíumótið dagur 5

  Á morgun þriðjudag er síðasti spiladagurinn fyrir 16 liða úrslitin - en fjórar efstu sveitirnar
  úr hvorum riðli komast áfram
  Ísland spilar við
   Botswana         25- 3
   Norðmenn       17-13
   Monaco             1-25 

   Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og á BBO

  13.8.2012

  Olympíumótið dagur 4

  Í dag mánudag spilar Ísland við Grikkii, Tyrki og Venezuela
  Ísland - Grikkland      1 - 25
  Ísland - Tyrkland      22 -  8
  Ísland - Venezuela    25- 3 

  Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og á BBO

  11.8.2012

  Olympíumótið sunnudagurinn 12.ágúst

   Ísland - Lettland       19-11
   Ísland - Reunion       25- 2
   Ísland - Finland        19-11

  Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og á BBO

  10.8.2012

  Olympíumótið dagur 2

  Leikir dagsins laugardaginn 11.ágúst á Olimpíumótinu
   Ísland - Costa Rica        23- 7
   Ísland - Japan              12-18
   Ísland - Yfirseta           18-

  Hægt verður að fylgjast með mótinu hér og á BBO

  10.8.2012

  Olympiumótið dagur 1

  Íslendingar byrjuðu sinn fyrst leik í morgun á því að spila við Ástrali 
  og  fór sáa leikur 25-4 fyrir okkar mönnum
  Næsti leikur er við Kínverja leikurinn við Kínverja fór 15-15
   Íslands - Ísrael   9-21
  Ísland er í D-riðli og eru spilaðir 3x16 spila leikir fyrstu 5 dagana

   Hægt verður að fylgjast með mótinu hér   og á BBO

  8.8.2012

  Olympíumótið í Lille


  2nd World Mind Sports Games
  Í morgun héldu landsliðmennirnir okkar  til Lille i Frakklandi til að keppa á Olimpíumótinu í bridge sem hefst 10.ágúst 
  Fyrir hönd Íslands í opnum flokki eru þeir:
   Aðalsteinn Jörgensen - Bjarni Hólmar Einarssonar
   Magnús E. Magnússon - Þröstur Ingimarsson
  Fyrirliði er Sveinn R. Eiríkssonn

  Hægt verður að fylgjast með mótinu hér   og á BBO

  10.7.2012

  Bikarkeppni BSÍ

  4 sveitir töpuðu með 1 stigs mun í 1.umferð í bikarnum og var dregið
  í gær um hver þessara sveita komst áfram í 2.umferð.
  Wednesday Club var dregin út og heldur áfram í 2.umferð
  síðasti spiladagur í 2.umferð er 12.ágúst

  Heimasíða bikarsins

  3.7.2012

  Búið að draga í 2.umferð í bikarnum

  Dregið var í gær í 2.umferð í bikarnum
  Hver verður heppna tapsveitin sem kemst áfram í aðra umferð bikarsins? Nú eru þrjár sveitir sem hafa tapað með eins stigs mun. Það eru eftirfarandi sveitir: Fríman Stefánsson, Wednesday Club og Hákon V. Sigmundsson
  Þar sem enn er tveimur leikjum ólokið úr fyrstu umferð þá verður því frestað til 9.júlí að draga um hvaða tapsveit kemst áfram. Sveitin Sproti lendir á móti heppnu tapsveitinni. Ef svo fer að sveit Hákonar kemst áfram þá lendir hún á móti Karli Sigurhjartarsyni og félögum en sveit Ingimundar myndi þá spila við Sprota. Svona er þessu háttað til að Sproti og Hákon lendi ekki strax aftur saman.
  Hér má sjá 2.umferð eins og hún lítur út núna

  Heimasíða mótsins

  28.6.2012

  Spilað á Austurvelli

  Þessi 4 tóku sig til og spiluðu á Austurvelli í blíðskaparveðri s.l.laugardag
  Þessi uppákoma vakti gríðarlega mikla athygli gangandi vegfarenda
  og var greinilega góð auglýsing fyrir Bridge

  24.6.2012

  Frá Dublin

  Sjö sigrar í röð og það allir sannfærandi hljóta að teljast góð úrslit. Íslenska liðið spilaði frá bærlega á loka kaflanaum sterkar þjóðir eins og Svíar og Norðmenn lagðir af velli. En eins og oft stóra efið, ef þetta hefði komið fyrr hefðum við lent í topp sætunum. Niðurstaðan er 13 sætið sem er ekki það sem að var stefnt, við sjáum að við getum gert betur. Þessi góði sprettur Íslands vakti verulega athygli á mótinu, liðið spilaði þá eins og sá sem valdið hefur. Monaco varð meistari með sitt aðkeypta lið í kringum Zimmerman, Hollendingar tóku góðan endasprett og urðu í örðu sæti rétt á undan Ítölum. I Dublin er enn þungskýjað og gengur á með skúrum. Þetta er lokapistillinn, á morgun verður haldið heim á leið þar sem veðrið hefur verið nokkuð betra.
  Með kveðju, Jafet forseti BSÍ

  23.6.2012

  Ísland vann Svía 19-11

  Ísland vann Svía 19-11 í síðasta leiknum á Evrópumótinu i morgun
  Íslendingar enduðu í 13.sæti með 237 stig
  Evrópumeistar 2012 er sveit Monaco með 304 stig
  næstir á eftir þeim urðu Hollendingar með 290 stig
  3.sæti Ítalía með  286 stig
  4.sæti England með 279 stig
  5.sæti Pólland með 276,7 stig
  6.sæti Þjóðverjar með 273,5 stig

  Heimasíða Evrópumótsins 

  22.6.2012

  Síðasti leikurinn á EM

  Íslendingar spila sinn síðasta leik á Evrópumótinu
  við vini okkar Svía kl. 09:00 laugardaginn 23.júní

  22.6.2012

  Evrópumótið 22.júní

  Ísland byrjar á að spila við Búlgaríu í morgunleiknum
  og unnu Búlgari 79-1, og þessi eini fór út í síðasta spilinu

  Ísland - Búlgaría...........25 -  1
  Ísland - Noregur...........17 - 13
  Ísland - Tyrkland..........18 - 12 

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  21.6.2012

  Dublin 21.júní

   

  Í síðasta pistli fullyrti  ég að íslenska liðið gæti ekki átt tvo slæma daga í röð, það gekk eftir liðið spilaði mjög vel í dag,  nú þekktum hvað býr í þessu liði. Fyrst stórsigur á Þjóðverjum 23-7 og síðan góðir sigrar á Israel og Grikkjum 17-13. Samtals 57 stig í hús í dag, það er flott tala. Það var nokkuð þreyttur hópur sem flýtti sér að gera upp spilin búið að spila kl. 19.30 og allir söfnustu saman á mínu herbergi, pöntuðum mat og horfðum á Portúgala vinna sannfærandi sigur í annari EM keppni og enn var verið að fara yfir spil dagsins. Það verður farið snemma í háttinn.  Allir staðráðnir að gera jafnvel á morgun, þannig að við þokum okkur aðeins upp á við. Gott gengi íslenska liðsins í dag vakti athygli sérstaklega stórsigur á Þjóðverjum sem eru að berjast í toppsætunum. Á morgun föstudag er það fyrst Búlgaría síðan Tyrkland og endað á vinum okkar Norðmönnum. Hér er búið að rigna vel, ekta Reykvískt veður eins og maður þekkti það hér á árum áður.

  með  kveðju, Jafet

  21.6.2012

  Ísland vann Þýskaland 23-7 á EM í fyrsta leik í morgun

  Ísland - Þýskaland...............23 -  7
  Ísland - Ísrael.....................17 - 13
  Ísland - Grikkland................17 - 13


  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  20.6.2012

  Pistill frá EM í dag

  Spilamennskan hjá íslenska liðinu var slæm í dag, stór töp fyrir Ítölum og Írum. Írarnir á heimavelli og fjöldi manns að fylgjast með þeim, það virtist gefa þeim aukinn kraft, en að sama skapi sáum við aldrei til sólar. Það var þungskýjað hjá hópnum okkar eftir leikina,og nú þarf að hreinsa hugann fyrir átök morgundagsins, Þýskaland fyrst, síðan Ísrael og Grikkland. Það verður langur göngutúr á eftir, Björn er búinn að tilkynna liðið á móti Þjóðverjum: Jón og Þorlákur, Aðalsteinn og Bjarni.Nú þarf að bretta upp ermar, við getum ekki átt tvo slæma daga í röð.
  kveðja frá Dublin Jafet

  20.6.2012

  Leikirnir á EM 21.júní

  Spilaðir verða 3 leikir í dag

  Ísland - Þýskaland...............kl. 09:00
  Ísland - Ísrael.....................kl. 12:30
  Ísland - Grikklnd.................kl. 15:40


  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  20.6.2012

  18 liða úrsltin á EM 20.júní

   Í 18 liða úrslitum á EM í dag byrja íslendingar á að spila við Ítali
  en Ítalir unnu A-riðilinn í riðlakeppninni

  Ísland - Ítalía..........        8 - 22      
  Ísland - Írland.........        6 - 24      

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  19.6.2012

  Pistill frá Dublin

    Eftir góða spilamennsku í upphafi móts gekk allt á afturfótunum á laugardag og sunnudag,þá vorum við komnir í 11-13 sæti.
  Mánudagurinn var góður þá unnust tveir mjög góðir sigrar og í morgun (þriðjudag) gerðum við jafntefli við feiknasterkt lið Rússa sem voru í þriðja sæti. Eina þjóðin sem gat náð okkur að stigum í síðustu umferðinni var Wales en þeir töpuðu fyrir Sviss 18-12, Svissnesku vinir okkur gerðu það sem þurfti þannig að Ísland kæmist í úrslit. Eistland burstaði Finnland 21-9 og komu næstir á eftir okkur með 249 stig en Ísland hlaut 255 stig. Það eru síðan 18 þjóðir sem etja kappi í úrslitunum og allt getur gerst. Athygli vekur gott gengi aðkeypt stjörnulið Monaco. Ég kom með hákarlalýsi frá Íslandi í gær og það urðu allir að taka það inn og svo verður út mótið, vonandi gefur það aukinn styrk.

  með  kveðju frá Dublin Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambandsins

  19.6.2012

  Ísland áfram í 18 liða úrslitin á EM

  Ísland er áfram í úrslitin á Evrópumótinu í Dublin
  sem heldur áfram á morgun kl. 09:00
  Ísland endaði með 255 stig í 9.sæti í sínum riðli

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  19.6.2012

  EM 19.júni

  Íslendingar hafa lokið spilamennsku í riðlakeppninni á EM
  eiga einungis yfirsetuna eftir og fá 18 stig fyrir hana
  Þeir gerðu jafntefli við Rússa nú fyrir stundu 15-15
  Þeir eru núna í 9 sæti með 237 stig og ljúka keppni með 255 stig

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  18.6.2012

  EM 19.júní

  Spilaðir verða 2 síðustu leikirnir í riðlakeppninni í dag
  Þá kemur í ljós hvaða 9 sveitir fara áfram úr hvorum riðli fyrir sig.
  Íslendingar eiga að spila við Rússa kl. 09:00 og enda á
  yfirsetu. Ísland er með 222 stig og eru í 11 sæti
  Ísland - Rússland        15-15
  Ísland - Yfirseta          18- 0

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  18.6.2012

  EM í dag 18.júní

  Þrjár umferðir eru í dag í riðlakeppninni á EM
  Ísland spilar við, Dani, Austurrikismenn og Sviss

  Ísland - Danmörk....................19-11
  Ísland - Austurríki................... 7 -23
  Ísland - Sviss..........................14-16

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  16.6.2012

  Þjóðhátíðardagurinn á EM


  1 leikur verðurt spilaður á Þjóðhátíðardaginn 17.júní
  en þá spila Íslendingar við Kýpur kl. 12:30
  Ísland  -  Kýpur    25 - 5 

    Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  15.6.2012

  EM 16.júní

  2 leikir verða spilaðir 16.júní EM
  Fyrsti spilum við við Hollendinga og síðan Monaco

  Ísland - Holland................11 - 19
  Ísland - Monaco................ 2 - 25 

   Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


   Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  14.6.2012

  Evrópumótið 15.júní - leikir dagsins

   4 spil féllu í leik Íslands og Finnlands í dag mikill impaslagur í þessum leik 132 IMP
   og höfðu Finnarnir betur því miður 51-81
   Ísland - England..................... 9 - 21
   Ísland - Finnland.................... 9 - 21
   Ísland - Eistland.....................18 - 12

   Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


   Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  13.6.2012

  Evrópumótið 14.júní

  Í síðasta leik dagsins vann ísland Króatíu 25-5 og eru því komnir í 3 sæti
  eftir 6 umferðir

  Ísland - Frakkland          10-20
  Ísland - Luxemburg        24- 6
  Ísland - Krótía               25 - 5

   Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  13.6.2012

  Evrópumótið leikir dagsins 13.júní

  Okkar menn töpuðu fyrir Rúmenum í fyrsta leiknum í morgun á EM fengu 9 stig´
  En fall er faraheill
  Ísland - Rúmenia                     9 - 21
  Ísland - Wales                        23 -  7
  Ísland - Pólland                      17 - 13

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


  Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

  11.6.2012

  Evrópumótið byrjar á miðvikudaginn

  Evrópumótið í Dublin hefst miðvikudaginn 13.júní n.k.
  Landsliðið í opna flokknum þeir: Magnús E. Magnússon, Þröstur Ingimarsson, Bjarni H. Einarsson
  Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson héldu af stað í morgun til Írlands.
  Þjálfari er Björn Eysteinsson

  Á myndinni má sjá þá félaga fyrir utan 3 frakka eftir eina gönguferðina
  Íslendingar spila í B-ríðli og byrja á að spila við Rúmena á mðvikudagmorgun kl. 09:00
  Hægt verður að fylgjast með á BBO
  Heimasíða EM
  Staðan verður uppfærð hér á heimasíðunni um leið á leik lýkur

  30.5.2012

  Alheimstvímenningur 1. júní

  Alheimstvímenningur verður spilaður í húsnæði BSÍ föstudaginn 1. júní og byrjar kl 19:00.

  Spiluð verða sömu spil út um allan heim og koma úrslit á heimsvísu í ljós um nóttina en úrslitin á Íslandi liggja fyrir að lokinni spilamennsku. Spiluð verða 27-30 spil og verður spilað um silfurstig.

  Keppnisgjald er 1500 kr. á spilara. Hálft gjald er 1000 kr.

  www.bridge.is/sumar

  22.5.2012

  Dregið í 1.umferð í bikarnum

  Búið er að draga í 1.umferð í Bikarkeppni BSÍ 2012

   1.umferð  síðasti spiladagur fyrir 1.umferð er 1.júlí
  Sú tapsveit sem tapar með minnsta mun fer áfram í 2.umferð
  Hlutkesti ef fleri en ein kemur til greina.
  Heimasíða Bikars

  18.5.2012

  Bikarkeppni BSÍ

  Skráning í Bikarinn er hafin og eru keppendur beðnir um að skrá sig fyrir 20.maí
  Dregið verður í sumarbridge mánudaginn 21.maí í Síðumúlanum
  Hver umferð kostar kr. 5.000 og þarf að greiðast áður en leikur hefst
  Hægt er að skrá sig r eða í síma 5879360
  Vinsamlega látið fylgja símanúmer hjá fyrirliðum sveita með skráningunni
  Sjá skráningarlista                 Fyrirliðar sveita

  16.5.2012

  Bonn Nations Cup 2012

   German Bridge Team Trophy fös-sun -sjá hér

  Ísland endaði í 5-6.sæti í Bonn Nations Cup   Hægt er fylgjast með skori úr öllum leikjum hér  

  Einnig er hægt að fylgjast með á BBO

  15.5.2012

  Bonn Nations Cup 2012

  Landsliðsmennirnir Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H. Einarsson
  héldu til Bonn í morgun ásamt þeim Sveini Eiríkssyni og Júlíusi Sigurjónssyni
  til að spila á Bonn Cup sem byrjar á morgun miðvikudag 16.maí kl. 12:00

  Hægt að fylgjast með okkar mönnum hér
  Einnig verða leikir sýndir á BBO

  13.5.2012

  Suðurland Kjördæmameistarar

  Sunnlendingar eru Kjördæmameistarar árið 2012
  Sunnlendingar leiddu mótið allann tímann og sigruðu með 630 stig
  Í 2. sæti urðu Reykvíkingar með 618 stig
  og í 3ja sæti var N-eystra með 608

  Við óskum Sunnlendingum til hamingju með sigurinn

  Bötler kóngarnir voru þeir bræður Anton og Pétur Hartmannssynir frá Suðurlandi

  BSÍ þakkar öllum fyrir skemmtilegt og vel heppnað mót og óskar keppendum góðrar ferðar heim

  Sjá nánar um stöðu mótsins hér

  11.5.2012

  Sumarbridge 2012

  Hefst mánudaginn 14.maí. Spilað verður mánudaga og miðvikudaga.
  Spilamennska hefst kl. 19:00 bæði kvöldin og er spilaður Barómeter tvímenningur.
  Hægt verður að fylgjast með úrslitum á textarvarpinu á síðu 327 auk þess sem
  úrslitin verða uppfærð á heimasíðu BSÍ www.bridge.is/sumar

  Föstudaginn 1.júní verður spilaður Alheimstvímenningur í Sumarbridge.
  Spilað verður um silfurstig og verður spilagjaldið 1.500 kr.

  Takið daginn frá og keppið við heiminn.

  Hægt er að skrá sig í tölvupósti sumarbridge@bridge.is

  26.4.2012

  Kennsla í grunnskólum

  Nokkur ungmenni úr 10.bekk, Rimaskóla komu í Bridgesamband Íslands til þess að fá áframhaldandi kennslu í bridge.
  Þau höfðu fengið kynningu á íþróttinni í skólanum sínum í síðastliðinni viku og langaði að læra meira.
  Mjög gaman að sjá að áhugi er að vakna eftir námskeiðshald í 3 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Þeim til aðstoðar voru þær Guðný Guðjónsd. og Helga Bergmann

  22.4.2012

  Sveit Karls Sigurhjartarsonar

  Sveit Karls Sigurhjartarsonar varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 2012
  með 250 stig eftir 4ra daga spilamennsku
  Í sveitinni ásamt Karli voru Sævar Þorbjörnsson, Anton Haraldsson,
  Pétur Guðjónsson, Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson


  Nánar á heimasíðu mótsins

  21.4.2012

  Úrslit Íslandsmótsins

  Þær 4 sveitir sem spila til úrslita Íslandsmóts í sveitakeppni 2012 eru

  1. Karl Sigurhjartarson       185
  2. Grant Thornton             185
  3. Jón Ásbjörnsson            183
  4. Lögfræðistofa Íslands    181
  Á  www.bridgebase.com  verður Karl Sigurhjartarson og Lögfræðistofa Ísland 

  19.4.2012

  Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni

  Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni hófust kl. 10:00 í morgun
  Hægt er að fylgjast með mótinu á www.bridgebase.com

  Lifandi úrslit hér úr hverjum leik

  Heimasíða mótsins

  Spilað er á Grensásvegi 13, 3 hæð ( í sal  Karlakórs Reykjavíkur )

  15.4.2012

  Soffía og Hermann Íslandsmeistarar

  Soffía Daneílsdóttir og Hermann Friðriksson eru Íslandsmeistarar í Paratvímenning 2012
  með 58,7 % skor

  Soffía og Hermann
  Í 2 sæti voru Anna Þóra Jónsdóttir og Guðmundur Snorrason með 56,2 skor
  Í 3 sæti voru María Haraldsdóttir og Sverrir Þórisson með 55,8 % skor
  Nánar um mótið hér

  13.4.2012

  Íslandsmót í Paratvímenningi 2012

  Íslandsmót í Paratvímenningi 2012 er haldið 13-14 apríl 2012.  Spilastaður er Síðumúli 37

  Hér má sjá lifandi úrslit

  Sjá nánar á heimasíðu mótsins

  13.4.2012

  Danska landsliðsvalið fyrir Evrópumót

  Tveim Íslenskum pörum var boðið að spila í þessu móti í Kaupmannahöfn nú um helgina 13-15.apríl
  Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson, Júlíus Sigurjónsson og Sveinn Eiríksson
  Mótið hefst kl. 17:00 í dag og lýkur á sunnudaginn
  Hægt verður að fylgjast með á BBO

   Danish Open Team Trials (II) 2012

  11.4.2012

  Keppnisstaður Íslandsmótsins í sveitakeppni

  Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppninni dagana 19-22. apríl munu fara fram í sal Karlakórs Reykjavíkur að Grensásvegi 13, ( 3ju hæð ) þar er mjög góð aðstaða til spilamennsku og einnig aðstað fyrir áhorfendur.

  31.3.2012

  Íslandsmótið í paratvímenning 13-14.apríl

  Íslandsmót í paratvímenning fer fram dagana 13-14.apríl
  Mótið hefst kl. 19:00 á föstudeginum
  Spilað verður í húsnæði BSÍ Síðumúla
  Skráningu lýkur kl. 17:00 fimmtudaginn 12.apríl
  Tímatafla

  Hægt er að skrá sig hér og í síma 587 9360          Skráningarlisti

  30.3.2012

  Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni 2012

  Búið er að draga um töfluröð og hverjir spila saman í hverri umferð

  Sjá nánar á heimasíðu Úrslitanna 2012

  Úrslitin verða spiluð dagana 19-22.apríl 2012
  Spilað verður í Síðumúlanum og hefst kl. 10:00 þann 19.apríl

  27.3.2012

  Úrslit Íslandsmótsins - keppnisstaður

   

  Töluverð umræða hefur verið meðal bridgespilara um þá ákvörðun að úrslitamótið í sveitakeppni skuli fara fram í húsnæði Bridgesambandsins í Síðumúla. Finnst mörgum að húsnæðið hæfi ekki úrslitakeppninni og lítil aðstaða sé fyrir áhorfendur. Þetta er ekki ný umræða og kom m.a. upp í fyrra. Því var þá heitið að betri keppnisstaður yrði fundinn á næsta ári, sem nú er runnið upp. Forseti og framkvæmdastjóri Bridgesambandsins hafa leitað ýmissa leiða til að finna góðan stað fyrir mótið en allar líkur eru á því að við verðum að halda það í Síðmúlanum. Meginástæða er sú háa húsaleiga sem farið er fram á fyrir þessa fjóra daga sem úrslitakeppnin stendur yfir. Hótel Natura (Loftleiðir) fara fram á 551.000 króna leigu. Reykjavík Bridge Festival var haldið þar í janúar og undankeppnin fór þar einnig fram, var þá svipuð leiga greidd í hvort sinn. Í úrslitunum er spilað samtals á 12 borðum, þannig að þetta rúmast vel í Síðumúlanum. Húsnæðið verður lagfært, m.a. með tilliti til hljóðs, samtals er sá kostnaður um 700.000 kr og viljum við einfaldlega frekar verja þeim peningum í nauðsynlegar breytingar, heldur en í  háa húsaleigu annars staðar.
  Enn er verið að leita að öðru húsnæði og er þeim möguleika haldið opnum að færa mótið, kannað hefur verið húsnæði í skólum, hjá íþróttafélögum, húsnæði Sautján á Laugaveginum og víðar. Við treystum okkur ekki til að hækka keppnisgjöld frekar, framlög hins opinbera hafa dregist verulega saman, framundan eru dýrar keppnir í Evrópumótinu og Ólympíumótinu. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, því er þetta niðurstaðan nema aðrir möguleikar opnist.

  Jafet S. Ólafsson, forseti

  14.3.2012

  Íslandsmót yngri spilara

  Íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni og tvímenning verður haldið 17-18.mars n.k.
  Fyrri daginn verður sveitakeppnin og þann síðari tvímenningur.
  Þeir spilarar sem þurfa að fara um langan veg eða meira en 100 km  verða styrktir af BSÍ.
  Engin keppnisgjöld eru innheimt, við hvetjum því alla yngri spilara til að koma og vera með.
  Skráning er hafin og hægt er að skrá sig í síma 587-9360 og hér 
  Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 587-9360

  12.3.2012

  Undanúrslitum lokið í sveitakeppni

  Undanúrslitum fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni lauk í gær.
  Þær 12 sveitir sem fara áfram í úrslit sem spiluð verða 19-22.apríl n.k.

  Úr A-riðli eru 
     Astro A/S..............................183    Reykjanes
     Jón Ásbjörnsson....................175    Reykjanes
     Sölufélag garðyrkjumanna......150    Reykjavík 
  Úr B-riðli eru
     Grant Thornton......................183    Reykjavík
     Málning hf..............................169    Reykajvík
     Sagaplast................................162   N-eystra
  Úr C-riðli eru
     Lögfræðistofa Íslands...............188   Reykajvík
     Sparisjóður Siglufjarðar.............174  N-vestra
     VÍS..........................................142  Reykjavík
  Úr D-riðli eru
     Karl Sigurhjartarson...................201  Reykjavík
     Garðs apótek.............................172  Reykjavík
     Lífís/VÍS....................................170  Reykjavík    

  6.3.2012

  IEX Undanúrslit Íslandsmótsins

  IEX undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni verða spiluð á Reykjavík Natura
  dagana 9-11.mars. Fyrirliðafundur byrjar kl. 17:00 þann 9.mars og spilamennska
  hefst kl. 18:00
  Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins

  5.3.2012

  Sveit Actavis Íslandsmeitari 2012

  Sveit Actavis er Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna 2012
  Actavis endaði með 221 stig, næstar á eftir var sveitin Hass með 206 stig
  og í 3ja sæti var sveitin Ferill með 183 stig
   
  Ljósbrá Baldursdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir
  og Anna Ívarsdóttir, á myndina vantar Önnur Þóru Jónsdóttur
  Alls tóku 12 sveitir þátt og voru splaðir 10 spila leikir
  Þökkum öllum keppendum fyrir skemmtilegt mót
  Heimasíða mótsins

  27.2.2012

  Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2012

  Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður háð helgina 3.-4. mars. 
  Hægt er að skrá sig í s. 5879360 og hér
  Mótið hefst kl. 10:00 á laugardagsmorguninn,
  Skráningarlisti                             
  Núverandi Íslandsmeistarar er sveit Önnu Ívarsdóttur
  Keppnisgjald er 15.000 krónur á sveit.            Tímatafla mótsins

  Hægt er að fylgjast með stöðu, spilagjöf og butler á heimasíðu mótsins

  Íslandsmót kvenna í sveitakepppni 2012

  27.2.2012

  Íslandsmeistarar 2012 tvímenning

  Þeir Páll Þórsson og Stefán Stefánsson nældu sér í verðskuldaðann
  Íslandsmeistaratitill í gær í tvímenning.
  Íslandsm. í tvím 2012 
  Páll Þórsson og Stefán Stefánsson, með þeim er Jafet Ólafsson sem afhenti
  verðlaun í mótslok
  Já norðanmenn röðuðu sér í 3 efstu sætin á þessu Íslandsmóti
  Bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir urðu í 2.sæti og
  Frímann Stefánsson og Reynir Helgason í 3.sæti
  BSÍ óskar vinningshöfum til hamingju og þakkar spilirum
  fyrir þátttökuna í skemmtilegu móti
  Sjá nánari úrslit á heimasíðu Íslandsmótsins

  31.1.2012

  Íslandsmót í tvímenning

  Íslandsmóti í tvímenning er lokið.  Páll Þórisson og Stefán Stefánsson eru Íslandsmeistarar 2012.  Í fyrsta sinn í sögunni eru 3 pör frá norðurlandi í fyrstu 3 sætunum í Íslandsmótinu í Tvímenningi.

  Sjá nánari úrslit á heimasíðu Íslandsmótsins

  28.1.2012

  Bridgehátíð - sveitakeppni

  Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar er sigurvegari í sveitakeppni Bridgehátíðar með 189 stig
  Í 2.sæti varð sveit Sweden A og 3.sæti voru The Crazies frá Skotlandi með 186 stig

  Þessi Bridgehátíð heppnaðist eins og endra nær frábærlega.
  BSÍ óskar vinningshöfum til hamingju og öllum keppendum fyrir frábæra hátíð
  Heimasíða mótsins

  28.1.2012

  Bridgehátíð-Tvímenningur


    Svein Gunnar Karlberg and Kurt Ove Thomassen from Norway
  Tvímenning Bridgehátíðar er lokið okkar erlendu gestir röðuðu sér í fimm efstu sætin
  Efsta íslenska parið eru þeir Selfyssingar Björn Snorrason og Guðmundur Þ. Gunnarsson

   
     1     58,58  Svein Gunnar KARLBERG - Kurt Ove THOMASSEN          NOR     
     2     57,16  Kalin KARAIVANOV - Rumen TRENDAFILOV                BUL     
     3     56,12  Dennis BILDE - Jonas HOUMÖLLER                      DEN     
     4     55,78  Dominique PILON - Philippe TOFFIER                  FRA     
     5     55,54  Cedric LORENZINI - Jérôme ROMBAUT                   FRA     

     6     55,09  Guðmundur Þ GUNNARSSON - Björn SNORRASON         
     7     55,08  Jan KRISTENSEN - Berge NISING                       NOR     
     8     55,05  Rúnar EINARSSON - Skùli SKÙLASON                 
     9     54,93  Karl Grétar KARLSSON - Símon SÍMONARSON          
    10    54,66  Steingrim OVESEN - Jan Einar SÆTRE                  NOR      
    11     54,63  Jón BALDURSSON - Þorlákur JÓNSSON                
    12     54,62  Sigurd EVJEN - Vidar SMITH                          NOR     
    13     54,13  Sondre HOGSTAD - Andre ÖBERG                        NOR     
    14     54,12  Peter FREDIN - Gary GOTTLIEB                        SWE - USA
    15     54,09  Marianne HARDING - Odin SVENDSEN                    NOR 

   
  Heimasíða mótsins
     
   

  26.1.2012

  Setning Bridgehátíðar

  Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sett Bridgehátíð fimmtudaginn 26.janúar kl.19:00
  Menn skemmtu sér vel yfir ræðu forsetans sem tókst afar vel

  25.1.2012

  IEX Reykjavíkbridgefestival

  Bridgehátíðin hefst í kvöld kl. 19:00 á Stjörnutvímenningnum  á Reykjavík Natura -
  Komið og fylgist með þessu skemmtilega móti
  Á morgun hefst síðan tvímenningur kl. 19:00 og sveitakeppnin hefst á
  laugardaginn kl. 11:00
   
  Hægt verður að fylgjast með skori mótsins hér

  Einnig verður sýnt á BBO í tvímenning og sveitakeppni 

  Samhliða Stjörnutvímenning spilar Miðvikudagsklúbburinn
  Alheimstvímenning sem byrjar kl. 19:00 á Reykjavík Natura

  23.1.2012

  Fyrirlestur - Michael Groemuller

  Annað kvöld (24. janúar) verður BR með fyrirlestur á Hótel Loftleiðum. 

  Michael Groemuller verður með fyrirlestur um bridge.  Hefst kl. 18:00 og lýkur ca. 18:50.

  Fyrirlesturinn er ókeypis og eru allir áhugamenn um bridge hvattir til að mæta og vonandi læra eitthvað gagnlegt í leiðinni.

  Kveðja, Stjórnin.

  23.1.2012

  Alheimstvímenningur í BR

  BR spilar á Hótel Loftleiðum á morgun í samstarfi við Bridgehátíðina. 

   Spilaður verður eins kvölds alheimstvímenningur.  Sömu spil um allan heim og hægt að nálgast útreikning á netinu eftir að spilamennsku lýkur. 

  Hvernig væri nú að sanna hverjir eru bestir í heimi, mæta og rúlla þessu upp !!

  Góð verðlaun í boði fyrir efsta sætið !

  Sigurvegarinn fær frítt í tvímenning Bridgehátíðarinnar sem hefst á fimmtudaginn.  Verðmæti kr. 18.000.-

  Tilvalin að hefja Bridgehátíðina með léttri æfingu, vinna alheimstvímenninginn og spila svo frítt á Bridgehátíðinni.

  Kveðja, Stjórnin

  13.1.2012

  Bjarni og Aðalsteinn sigurvegarar


  Bjarn og Aðalsteinn sigruðu þetta mót annað árið í röð

  Þeir Bjarni Einarsson og Aðalsteinn Jörgensen spila á móti í London nú um helgina
  Fyrir ári síðan stóðu þeir uppi sem sigurvegarar á þessu móti og því er
  spennandi að fylgjast með þeim nú í ár

   http://www.tgrsbridge.com/2012_Auction_Pairs/2012_Auction_Pairs.html


  Stjórnborð

  Stækka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré

  Reykjavík - Bridgefstival
  28.janúar - 31.janúar
  2021

        
          

  Northern Light - Sigló mótið
  Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
  Skráning
  Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
  Sjá auglýsingu

  Viðburðadagatal

  Engin skráður viðburður framundan.

  Hverjir spila í dag

  Skoða alla daga

  Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
  Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

  Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
  Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
  Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
  Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
  Heimasíða Sumarbridge


  Sumarbridge á Akureyri  2020
  Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

  Summer Bridge in Akureyri
  every Tuesday at 19:00

  at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


  Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
  Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
  Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


  Olís

  Slóð:

  Forsíða » Fréttir

  Myndir


  Auglýsing