Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

28.6.2012

Spilað á Austurvelli

Þessi 4 tóku sig til og spiluðu á Austurvelli í blíðskaparveðri s.l.laugardag
Þessi uppákoma vakti gríðarlega mikla athygli gangandi vegfarenda
og var greinilega góð auglýsing fyrir Bridge

24.6.2012

Frá Dublin

Sjö sigrar í röð og það allir sannfærandi hljóta að teljast góð úrslit. Íslenska liðið spilaði frá bærlega á loka kaflanaum sterkar þjóðir eins og Svíar og Norðmenn lagðir af velli. En eins og oft stóra efið, ef þetta hefði komið fyrr hefðum við lent í topp sætunum. Niðurstaðan er 13 sætið sem er ekki það sem að var stefnt, við sjáum að við getum gert betur. Þessi góði sprettur Íslands vakti verulega athygli á mótinu, liðið spilaði þá eins og sá sem valdið hefur. Monaco varð meistari með sitt aðkeypta lið í kringum Zimmerman, Hollendingar tóku góðan endasprett og urðu í örðu sæti rétt á undan Ítölum. I Dublin er enn þungskýjað og gengur á með skúrum. Þetta er lokapistillinn, á morgun verður haldið heim á leið þar sem veðrið hefur verið nokkuð betra.
Með kveðju, Jafet forseti BSÍ

23.6.2012

Ísland vann Svía 19-11

Ísland vann Svía 19-11 í síðasta leiknum á Evrópumótinu i morgun
Íslendingar enduðu í 13.sæti með 237 stig
Evrópumeistar 2012 er sveit Monaco með 304 stig
næstir á eftir þeim urðu Hollendingar með 290 stig
3.sæti Ítalía með  286 stig
4.sæti England með 279 stig
5.sæti Pólland með 276,7 stig
6.sæti Þjóðverjar með 273,5 stig

Heimasíða Evrópumótsins 

22.6.2012

Síðasti leikurinn á EM

Íslendingar spila sinn síðasta leik á Evrópumótinu
við vini okkar Svía kl. 09:00 laugardaginn 23.júní

22.6.2012

Evrópumótið 22.júní

Ísland byrjar á að spila við Búlgaríu í morgunleiknum
og unnu Búlgari 79-1, og þessi eini fór út í síðasta spilinu

Ísland - Búlgaría...........25 -  1
Ísland - Noregur...........17 - 13
Ísland - Tyrkland..........18 - 12 

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

21.6.2012

Dublin 21.júní

 

Í síðasta pistli fullyrti  ég að íslenska liðið gæti ekki átt tvo slæma daga í röð, það gekk eftir liðið spilaði mjög vel í dag,  nú þekktum hvað býr í þessu liði. Fyrst stórsigur á Þjóðverjum 23-7 og síðan góðir sigrar á Israel og Grikkjum 17-13. Samtals 57 stig í hús í dag, það er flott tala. Það var nokkuð þreyttur hópur sem flýtti sér að gera upp spilin búið að spila kl. 19.30 og allir söfnustu saman á mínu herbergi, pöntuðum mat og horfðum á Portúgala vinna sannfærandi sigur í annari EM keppni og enn var verið að fara yfir spil dagsins. Það verður farið snemma í háttinn.  Allir staðráðnir að gera jafnvel á morgun, þannig að við þokum okkur aðeins upp á við. Gott gengi íslenska liðsins í dag vakti athygli sérstaklega stórsigur á Þjóðverjum sem eru að berjast í toppsætunum. Á morgun föstudag er það fyrst Búlgaría síðan Tyrkland og endað á vinum okkar Norðmönnum. Hér er búið að rigna vel, ekta Reykvískt veður eins og maður þekkti það hér á árum áður.

með  kveðju, Jafet

21.6.2012

Ísland vann Þýskaland 23-7 á EM í fyrsta leik í morgun

Ísland - Þýskaland...............23 -  7
Ísland - Ísrael.....................17 - 13
Ísland - Grikkland................17 - 13


Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

20.6.2012

Pistill frá EM í dag

Spilamennskan hjá íslenska liðinu var slæm í dag, stór töp fyrir Ítölum og Írum. Írarnir á heimavelli og fjöldi manns að fylgjast með þeim, það virtist gefa þeim aukinn kraft, en að sama skapi sáum við aldrei til sólar. Það var þungskýjað hjá hópnum okkar eftir leikina,og nú þarf að hreinsa hugann fyrir átök morgundagsins, Þýskaland fyrst, síðan Ísrael og Grikkland. Það verður langur göngutúr á eftir, Björn er búinn að tilkynna liðið á móti Þjóðverjum: Jón og Þorlákur, Aðalsteinn og Bjarni.Nú þarf að bretta upp ermar, við getum ekki átt tvo slæma daga í röð.
kveðja frá Dublin Jafet

20.6.2012

Leikirnir á EM 21.júní

Spilaðir verða 3 leikir í dag

Ísland - Þýskaland...............kl. 09:00
Ísland - Ísrael.....................kl. 12:30
Ísland - Grikklnd.................kl. 15:40


Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

20.6.2012

18 liða úrsltin á EM 20.júní

 Í 18 liða úrslitum á EM í dag byrja íslendingar á að spila við Ítali
en Ítalir unnu A-riðilinn í riðlakeppninni

Ísland - Ítalía..........        8 - 22      
Ísland - Írland.........        6 - 24      

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

19.6.2012

Pistill frá Dublin

  Eftir góða spilamennsku í upphafi móts gekk allt á afturfótunum á laugardag og sunnudag,þá vorum við komnir í 11-13 sæti.
Mánudagurinn var góður þá unnust tveir mjög góðir sigrar og í morgun (þriðjudag) gerðum við jafntefli við feiknasterkt lið Rússa sem voru í þriðja sæti. Eina þjóðin sem gat náð okkur að stigum í síðustu umferðinni var Wales en þeir töpuðu fyrir Sviss 18-12, Svissnesku vinir okkur gerðu það sem þurfti þannig að Ísland kæmist í úrslit. Eistland burstaði Finnland 21-9 og komu næstir á eftir okkur með 249 stig en Ísland hlaut 255 stig. Það eru síðan 18 þjóðir sem etja kappi í úrslitunum og allt getur gerst. Athygli vekur gott gengi aðkeypt stjörnulið Monaco. Ég kom með hákarlalýsi frá Íslandi í gær og það urðu allir að taka það inn og svo verður út mótið, vonandi gefur það aukinn styrk.

með  kveðju frá Dublin Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambandsins

19.6.2012

Ísland áfram í 18 liða úrslitin á EM

Ísland er áfram í úrslitin á Evrópumótinu í Dublin
sem heldur áfram á morgun kl. 09:00
Ísland endaði með 255 stig í 9.sæti í sínum riðli

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

19.6.2012

EM 19.júni

Íslendingar hafa lokið spilamennsku í riðlakeppninni á EM
eiga einungis yfirsetuna eftir og fá 18 stig fyrir hana
Þeir gerðu jafntefli við Rússa nú fyrir stundu 15-15
Þeir eru núna í 9 sæti með 237 stig og ljúka keppni með 255 stig

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

18.6.2012

EM 19.júní

Spilaðir verða 2 síðustu leikirnir í riðlakeppninni í dag
Þá kemur í ljós hvaða 9 sveitir fara áfram úr hvorum riðli fyrir sig.
Íslendingar eiga að spila við Rússa kl. 09:00 og enda á
yfirsetu. Ísland er með 222 stig og eru í 11 sæti
Ísland - Rússland        15-15
Ísland - Yfirseta          18- 0

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

18.6.2012

EM í dag 18.júní

Þrjár umferðir eru í dag í riðlakeppninni á EM
Ísland spilar við, Dani, Austurrikismenn og Sviss

Ísland - Danmörk....................19-11
Ísland - Austurríki................... 7 -23
Ísland - Sviss..........................14-16

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

16.6.2012

Þjóðhátíðardagurinn á EM


1 leikur verðurt spilaður á Þjóðhátíðardaginn 17.júní
en þá spila Íslendingar við Kýpur kl. 12:30
Ísland  -  Kýpur    25 - 5 

  Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO

Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

15.6.2012

EM 16.júní

2 leikir verða spilaðir 16.júní EM
Fyrsti spilum við við Hollendinga og síðan Monaco

Ísland - Holland................11 - 19
Ísland - Monaco................ 2 - 25 

 Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


 Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

14.6.2012

Evrópumótið 15.júní - leikir dagsins

 4 spil féllu í leik Íslands og Finnlands í dag mikill impaslagur í þessum leik 132 IMP
 og höfðu Finnarnir betur því miður 51-81
 Ísland - England..................... 9 - 21
 Ísland - Finnland.................... 9 - 21
 Ísland - Eistland.....................18 - 12

 Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


 Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

13.6.2012

Evrópumótið 14.júní

Í síðasta leik dagsins vann ísland Króatíu 25-5 og eru því komnir í 3 sæti
eftir 6 umferðir

Ísland - Frakkland          10-20
Ísland - Luxemburg        24- 6
Ísland - Krótía               25 - 5

 Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

13.6.2012

Evrópumótið leikir dagsins 13.júní

Okkar menn töpuðu fyrir Rúmenum í fyrsta leiknum í morgun á EM fengu 9 stig´
En fall er faraheill
Ísland - Rúmenia                     9 - 21
Ísland - Wales                        23 -  7
Ísland - Pólland                      17 - 13

Hægt er að fylgjast með leikjum á BBO


Hér er hægt að sjá lifandi skor úr hverjum leik fyrir sig

11.6.2012

Evrópumótið byrjar á miðvikudaginn

Evrópumótið í Dublin hefst miðvikudaginn 13.júní n.k.
Landsliðið í opna flokknum þeir: Magnús E. Magnússon, Þröstur Ingimarsson, Bjarni H. Einarsson
Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson héldu af stað í morgun til Írlands.
Þjálfari er Björn Eysteinsson

Á myndinni má sjá þá félaga fyrir utan 3 frakka eftir eina gönguferðina
Íslendingar spila í B-ríðli og byrja á að spila við Rúmena á mðvikudagmorgun kl. 09:00
Hægt verður að fylgjast með á BBO
Heimasíða EM
Staðan verður uppfærð hér á heimasíðunni um leið á leik lýkur

Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing