Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

12.12.2015

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson eru Íslandsmeistar í Bötlertvímenning 2015. Þeir enduðu með 90,4 impa í plús og í öðru sæti urðu Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson með 80,5 og þriðju urðu Stefán Jóhannsson og Kjartan Ásmundsson með 67,5 impa í plús.

Öll úrslit má sjá hér.

11.12.2015

Keppnin í sagnkeppni

Keppnin í sagnkeppni fór fram með 3 pörum í kvöld - melduð voru
30 spil á rúmlega 2 tímum -
Sterkastir á svellinu voru Haukur Ingason og Helgi Sigurðsson, með 188 stig
Hin pörin 2 voru með minna en það voru Kristján Már og Gulli, Jón og Bessi 

7.12.2015

2 Íslandsmót um næstu helgi

Keppnin í sagnkeppnin fer fram föstudagskvöldið
11.desember- og er mæting kl. 19:00
Mótið hefst síðan um 19:15 og lýkur uppúr 22:00
Þátttökugjaldið verður 1200 kr og fer í verðlaun
Skráning á staðnum

Íslandsmót í Bötlertvímenning sem fer fram laugardaginn 12.desember
spilamennska hefst kl. 11:00 og verður spilað í Síðumúla 37
Skráningu lýkur kl. 14:00 11.des. 
Skráningin á
bridge@bridge.is eða í s. 587 9360 
     Skráningarlistinn
Keppnisgjald er 5000 kr. á parið

23.11.2015

Íslandsmót í parasveitakeppni

Íslandsmeistarar í Parasveitakeppni 2015 er sveit Ferils með 143,47 stig.  Í sveitinni spiluðu Dröfn Guðmundsdóttir, Ásgeir Ásbjörnsson, Hrund Einarsdóttir og Hrólfur Hjaltason.
 

Í öðru sæti er sveit Hörpu með 139,46 stig, og í þriðja sæti sveit PwC með 138,15 stig.

Sjá nánari úrslit mótsins hér   


 

16.11.2015

Deildakeppnin

Lögfræðistofa Íslands vann 1 deild Deildakeppninnar 2015
vann sveit Grant Thornton í úrslitaleik 167-93


 2 deild vann sveit þriggja frakka með 96,76

í 2 sæti varð sveit Frímanns Stefánssonar með 89,26
í 3 sæti varð sveit JE Skjanna með 87,68
Þessar 3 sveitir úr 2 .deild færast upp í 1.deild að ári
Hægt að sjá úrslit leikja hér 

 

4.11.2015

Sverrir Þórisson og Vignir Hauksson Íslandsmeistarar eldri spilara 2015!

Sverrir Þórisson og Vignir Hauksson unnu Íslandsmót eldri spilara með töluverðum yfirburðum.
Þeir skoruðu 60,4%, næstum 4% á undan næsta pari.
 
Næstu pör voru mjög jöfn og röðuðust þau þannig:
2.  Hjördís Sigurjónsdóttir - Kristján Blöndal 56,8%
3.  Bragi Hauksson - Helgi Jónsson 56,6%
4. Guðmundur Aldan Grétarsson - Árni Már Björnsson 56,3%
5. Hrólfur Hjaltason - Páll Valdimarsson 55,9%

Staða og öll spil í rauntíma

2.11.2015

Madeira

Eins og oft áður eru hópur Íslendinga á Madeira þessa vikuna
hægt að sjá stöðu eftir spilamennsku á daginn hér

22.10.2015

Deildakeppni BSÍ

Deildakeppni 1.deildar  er spiluð um helgina og er hægt
að fylgjast með úrslitum leikja hér á Heimasíða mótsins  

21.10.2015

Undibúningur fyrir landsliðsflokk kvenna

Nokkur pör hafa sýnt áhuga á að taka þátt í undirbúningi á vali landsliðshóps kvenna í Bridge. Guðmundur Páll mun hafa tvo vinnudaga fyrir hópinn.
Vinnudagar verða sunnudagana 15. nóvember og 13.desember og hefjast kl. 11.00 báða dagana og lokið um kl. 18:00       Skyldumæting                              
Áætlað að það  verði tvær spilahelgar fyrri  (  8 )/9 -10 janúar og síðari  (4 )5-6. mars 2016,
Taka þarf þátt í báðum spilahelgunum 
Þau pör sem verða í tveimur efstu sætunum eftir báðar spilahelgarnar fara sjálfkrafa í landsliðið, landsliðsnefnd velur síðan eitt par. Stefnt er að því að val á landsliðinu liggi fyrir 23. mars 2016 og þá verður líka gefin út æfingaráætlun fyrir landsðshópinn.
Þau pör sem áhuga hafa þurfa að skrá sig á bridge@bridge.is
eða í síma 587 9360 fyrir 19.október n.k.
Skráningarlisti

20.10.2015

Sverrir Þórisson - Íslandsmeistari í einmenning 2015

Nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenning 2015 er Sverrir Þórisson og endaði hann
með 838 stig næstur á eftir honum var Dalvíkingurinn Kristján Þorsteinsson með 829 stig
í 3ja sæti voru jafnir Halldór Þorvaldsson og Óli Björn Gunnarsson með 828
Við óskum sigurvegurum til hamingju og öllum spilurum er þökkuð þátttakanNánar um mótið hér

20.10.2015

Deildakeppni

Fyrri helgi deildakeppninnar verður spiluð um næstu helgi og hefst kl. 10:00 laugardaginn 24.okt.
Einungis er um 1.deild að ræða - seinni helgin verður spiluð 21-22.nóv. n.k. bæði í 1 og 2 deild
Ferðastyrkur kr. 16.000 er veittur til þeirra sem búa á norðanverðu Snæfellsnesi, norðan Holtavörðuheiðar
og fyrir austan Mýrdalssand 4 eða fleiri í sveitinni þurfa að vera styrkhæfir til að fá fullann styrk

Sjá nánar hér

19.10.2015

Ársþing BSÍ haldið 18.okt.

67.ársþing Bridgesambands Íslands var haldið 18.okt s.l. Þingfulltrúar frá
9 félögum mættu á þingið ásamt 3 áheyrnafulltrúum eða alls 30 manns
2 nýjir aðilar komu inn í stjórnina þeir Júlíus Sigurjónsson og Anna Guðlaug Nielsen
út fóru Garðar Garðarsson og Helga Bergmann
Skýrsla þingsins kemur síðar

14.10.2015

Íslandsmót í einmenning

Íslandsmótið í einmenning verður haldið föstudaginn 16.okt og laugardaginn 17.okt. n.k.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi 16.okt. Mikið af gullstigum í boði í þessu móti
Spilagjaldið er 3.500

STAÐAN í RAUNTÍMA

Skráningarlisti
                             
Kerfiskort

Tímatafla 

14.10.2015

Ársþing Bridgesambands Íslands-18.október

 Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 18.okt. og hefst klukkan 13:00.
Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru velkomnir að sitja þingið.
Formenn eru beðnir um að senda útfyllt kjörbréf  eða tölvupósti  nöfn á þeim  fulltrúum sem sitja eiga þingið á bridge@bridge.is
Ef einhver hefur hug á að sitja þingið án þess að vera fulltrúi félags, sendi viðkomandi inn umsókn með tölvupósti á póstfangið bridge@bridge.is 
     
Kjörbréf er hægt að nálgast hér    

                     Fulltrúar samkvæmt skilagreinum     
                   Kvóti á Íslandsmót í sveitakeppni 2016 

10.10.2015

Landsliðskeppni - Fyrstu helginni lokið.

Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson eru efstir eftir fyrstu helgina af þremur í landsliðskeppninni með 125 impa en Jón Baldursson og Sigurbjörn Harldsson koma næstir með 120 impa.
Mikil stemming var fyrir mótinu og margir gestir lögðu leið sína í Síðumúlann
til að fylgjast með. Næsta helgi verður spiluð 8-10 janúar.
Spilað er um 1 sæti í landsliði Íslands sem fer á Evrópumót í Búdapest um miðjan júní 2016

Sjá öll úrslit.

9.10.2015

Landsliðskeppni

Landsliðskeppnin hófst núna kl. 17:00 og lýkur um miðnætti í kvöld
byrjum aftur kl. 11:00 í fyrramálið og einnig á sunnudaginn
Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir að kíkja í Síðumúlann
alla helgina.

Heimasíða mótsins

7.10.2015

Landsliðsmál í opnum flokki-kerfiskort para

  Undirbúningur fyrir Evrópumótið í Bridge sem haldið verður í Budapest í lok júní 2016 hefst í haust. Ragnar Hermannsson verður aðalþjálfari  og mun hann stýra  undirbúningi í samvinnu við Landsliðsnefnd og stjórn Bridgesambandsins. Fleiri aðilar munu koma að þjálfun liðsins. Áður var búið að senda út tilkynningu varðandi spilahelgar, vegna ábendinga þarf að gera smá breytingar á fyrirkomulaginu.  Stefnt er að því að velja 2 pör, en keppt yrði um eitt par til viðbótar. Val á landsliðinu verður líklega gert í byrjun apríl 2016.                                 
Þrjár spilahelgar hafa verið ákveðnar 9-11 október, 8-10 janúar og 18-20. mars.
Taka þarf þátt í öllum þessum spilahelgum. Það par sem er efst eftir allar þessar spilahelgar verður eitt af landsliðpörunum. 
Það par sem er í einu af efstu sætunum en nær ekki landsliðssæti mun taka þátt í Sænsku Bridgehátíðinni í ágúst.
Ráðgert er að landsliðshópurinn taki þátt í 2-3 mótum erlendis í vetur.
Einnig er fyrirhugað að hafa boðsmót með erlendum spilurum í maí 2016 í Reykjavík.   
Fleiri æfingar verða boðaðar síðar. Þau pör sem áhuga hafa á þátttöku vinsamlega
tilkynnið það til: bridge@bridge.is  fyrir  10. september n.k.

1.10.2015

Íslandsmót í tvímenning kvenna

Íslandsmóti kvenna í tvímenning lauk fyrir stundu með sigri
þeirra Önnu Þóru og Ljósbrár, þær enduðu með 58,1 % skor
1. sæti Ljósbrá Baldursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir 58,1 %
2. sæti Hjördís Sigurjónsdóttir og Ólöf Þorsteinsdóttir með 54,7 %
3. sæti Hulda Hjálmarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir með 53,8 %


Sjá nánar 
LOKASTAÐA  

 Fyrsta lota   Önnur lota

10.9.2015

Lokamót sumarbridge

Sigurvegarar í lokamóti sumarbridge 2015

9.9.2015

Kvennalandsliðið og EM

  Stjórn Bridgesambandsins hefur ákveðið að kanna hvort Ísland eigi að senda kvennalið á næsta Evrópumót í Budapest í júní 2016. Þau pör sem hefðu áhuga að taka þátt í undirbúningi og þátttöku í EM eru boðuð til fundar fimmtudaginn 17. september kl. 17.00 í  Síðumúla 37.  Á fundinum verður kannaður áhugi og síðan hvernig standa mætti að undirbúning og vali á landsliði kvenna.


Eldri spilara EM

Áhugi er fyrir hendi hjá nokkrum spilurum að kanna hvort Ísland eigi að senda sveit eldri spilara (60 plús) á næsta Evrópumót í Bridge í Budapest í lok júní 2016. Stjórn Bridgesambandsins hefur samþykkt að ef af þátttöku verður þá  greiðir sambandið  þátttökugjöld fyrir sveitina, en að öðru leyti yrði um sér fjárölfun að ræða vegna kostnaðar við ferðina.
Til að kanna áhuga og sjá hvernig best mætti standa að undirbúningi þessarar þátttöku þá eru þau pör sem áhuga hefðu á þátttöku boðuð til fundar miðvikudaginn 16. September kl. 17.00 í Síðumúla 37

 

7.9.2015

Lögfræðistofa Íslands-Bikarmeistarar

Sveit Lögfræðistofu Íslands sigraði sveit JE Skjanna
í úrslitaleik bikarkeppninnar fyrir stundu-leikar fóru 175-117

meðlimir í sveit Lögfræðistofunnar
Bikarkeppni hófst í maí með 32 sveitir innanborðs og voru
spilaðar 5 umferðir alls
Heimasíða bikarsins

5.9.2015

Bikar-undanúrslit

Niðurstaða undanúrslita:

Lögfræðistofa Íslands    108   -   Grant Thornton    76
Málning hf                      91   -   JE Skjanni ehf    132

LIFANDI ÚRSLIT/RUNNING SCORE  er því miður bilað  
BBO
Heimasíða bikarkeppninnar

19.8.2015

Bridge í Hörpunni

Á Menningarnótt ætlum við að hafa Bridge í Hörpunni
eins á síðasta ári og geta gestir og gangandi komið og gripið í spil
og fengið smá kennslu ef með þarf
Við verðum í Eyri á 2. hæð fyrir fram salinn Silfurberg
frá kl. 14:30 til 17:30
Allir hjartanlega velkomnir

6.8.2015

Bridgehátíð 2016

 Bill Gates á næstu Bridgehátíð

Eins og kunnugt er þá dvaldi Bill Gates hér á landi í lok júlí ásamt fjölskyldu sinni,
ferðust þau víða og létu mjög vel að dvölinni. 
Bridgesambandið sendi Bill Gates bréf sem var afhent honum persónuleg
þar sem hann er boðinn á næstu Bridgehátíð í janúar 2016.
Jafnframt var bent á að þá hefði hann einnig tækifæri að sjá Ísland í vetrarbúning og gæti kíkt á Norðurljósin.
Eins og kunnugt er þá er Bill Gates ástríðufullur bridgespilari
og spilar nánast daglega bridge á netinu í minnst tvo tíma.
Það verður spennandi að sjá hvort Bill Gates kemur á næstu Bridgehátíð.

6.7.2015

Bikarkeppni 2.umferð - úrslit leikja

 Búið er að draga í 2. umferð í bikarkeppni sumarsins
Þær 2 sveitir sem áfram eru í 2.umferð sem töpuðu með minnsta mun í 1.umferð eru
sveitirnar Svalþúfa sem tapaði með 8 stigum og
Skinney Þinganes sem tapaði með 5 stigum
síðasti spiladagur 2.umferðrarer 9.ágúst

  • 2. umferð   síðasti spiladagur er     9.ágúst

Heimasíða bikarsins

1.7.2015

Bikarkeppni BSÍ - 1.umferð - úrslit leikja

28 sveitir eru skráðar til leiks og verða því 2 sveitir sem tapa með minnsta mun
áfram í aðra umferð ef tvær eða fleiri sveitir tapa með minnsta mun gildir
hærra skor Impa - uppl. um sveitameðlimi og símanúmer 
  • 1. umferð   síðasti spiladagur er     5.júlí

Nánari uppl. um bikarkeppnina hér

28.6.2015

Landsmót UMFÍ 50+ Úrslit

Úrslitin er að finna á síðu Bridgefélags Borgarfjarðar

22.6.2015

Sumarbridge föstudaginn 26.júní

Bill Huges tvímenningur verður spilaður föstudaginn
26.júní n.k. og hefst kl. 19:00 fyrikomulagið verður
eins og í sumarbridge - samanburður við um 100-150 aðra klúbba önnur
verða birt 2 dögum síðar.
Spilað verður um silfurstig og er gjaldið kr. 1.500

Heimasíða sumarbridge

22.6.2015

Landsmót UMFÍ 50+ ára á Blönduósi

Landsmót Ungmennafélags Íslands 50+ ára verður
haldið dagan 26-28.júní á Blönduósi
Bridge verður laugardaginn 27.júní
Athugið spilamennska hefst kl. 11:00 

Keppnisstjóri verður Ingimundur Jónsson

Nánari uppl. hér

19.6.2015

Ráðherra

Mennta-og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson
bauð nýkrýndum Norðurlandameisturum í samsæti í
tilefni titilsins

Því miður vantar stórspilarann Bessa á myndina
Fær ráðherra kærar þakkir fyrir ánægjulegt boð
Sjá nánar á Facebook

3.6.2015

Bridge er gott veganesti í uppeldi barna

Skemmtilegt viðtal við 3 ættliði í kvennlegg í Morgunblaðinu í morgun

24.5.2015

Íslendingar Norðurlandameistarar 2015

Já þeir komu sáu og sigruðu strákarnir í opna flokknum á NM núna um hvítasunnuhelgina
þeir höfðu titil að verja síðan 2013 og gerðu þeir það með sóma enduðu með 128,65 
2.sætið fór til Færeyinga með 107,33 sem er þeirra besti árangur á Norðurlandamóti
Danir fengu 3ja sætið með 101,02

Í kvennaflokki unnu Danir með yfirburða skor eða 147,78
2. sætið fór til Svía sem voru með 129,58 og þær norsku fengu 124,22
Okkar konur enduðu í 4ða sæti með 70,49

Nánar um mótið á Bridge.fo

 

24.5.2015

Norðurlandamót lokadagurinn

Ísland tapaði með 1 á móti Norðmönnum í fyrsta leiknum í morgun
og eru því með 118,34 fyrir síðustu umferðina gegn Færeyingum
Staðan fyrir síðustu umferð
 Ísland          118,34
 Færeyjar        97,64
 Danmörk        93,11

Í kvennaflokki eru lang efstar dönsku stelpurnar með 135,23
sænsku með 121,40 og svo norsku með 93,63
http://www.bridge.fo/index.php?id=16

Hægt verður að fylgjast með mótinu á BBO
og á Bridge.fo 

23.5.2015

Norðurlandamótið í Færeyjum

Opni flokkurin leiðir NM - Staðan þegar 2.umferðir eru eftir
eru Norðurlandameistarnir Ísland með  109,65
vinir okkar Færeyingar eru á hælum okkar með 86,75
í 3ja sæti eru Svíar með 78,84
http://www.bridge.fo/index.php?id=16

Hægt verður að fylgjast með mótinu á BBO
og á Bridge.fo 

Brekkan er erfiðari í kvennaflokki en þær voru að
vinna þær Færeysku og fengu tæp 13 stig

21.5.2015

NM

Ísland mun spila við Noreg í 9 umferð, kl. 7:15 í fyrramálið.  Síðasta umferð verður gegn Færeyingum, sem hafa staðið sig svakalega vel á heimavelli.

Hér er staðan eftir 9 umferðir í Opnum flokki

Hér er staðan eftir 10 umferðir í Opnum flokki

Hér er staðan eftir 9 umferðir í Kvenna flokki

Hér er staðan eftir 10 umferðir í Kvenna flokki

Því miður er ekki lifandi úrslit að fá frá Færeyjum.  Staða og úrslit er ekki aðgengileg fyrr en úrslitum í öllum leikjum umferðar lýkur.

Hægt verður að fylgjast með mótinu á BBO
og á Bridge.fo 

20.5.2015

Norðurlandamótið haldið í Færeyjum

NM verður haldið í Færeyjum í ár og hefst 22-24.maí og hefst kl. 10:00 ( 9:00 á ísl. tíma )
Spilað verður á Hótel Faæreyjum
Lið Íslands í opnum flokki skipa Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Gunnlaugur Ssævarsson, Kristján M. Gunnarsson,
Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson
Jón er spilandi fyrirliði með liðinu og honum til aðstoðar
verður Jafet Ólafsson


Í kvennaflokki fara þær Bryndís Þorsteinsdóttir, María Haraldsdóttir,
Ragnheiður Haraldsdóttir og Una Sveinsdóttir,
Ólöf Þorsteinsdóttir verður þeim til aðstoðar
 
  
 Hægt verður að fylgjast með mótinu á BBO
og á Bridge.fo 
 

18.5.2015

Sumarbridge

Sumarbridge hefst miðvikudaginn 20.maí og verður spilað
á mánudögum og miðvikudögum í sumar og hefst spilamennska
alltaf kl. 19:00 Umsjónarmaður í sumar verður Sveinn R. Eiríksson
Allir alltaf velkomnir

18.5.2015

Sigurvegarar á Kjördæmamóti 2015

Norðurland - eystra sigraði Kjördæmamótið um s.l. helgi
með yfirburðum enduðu með 340,83 stig

 Lið Norðurlands-eystra
2. sæti tók Reykjavík með 298,22
3. sætið fór til Vesfjarða með 292,44
Mótið heppnaðist vel og var vel tekið á móti
okkur á Hótelinu í Stykkishólmi og þökkum við fyrir það.
Nánar um stöðu mótsins hér

 

6.5.2015

Kjördæmamót 2015

Kjördæmamótið verður spilað í Stykkishólmi dagana 16 og 17.maí n.k.
Spilað verður á Hótel Stykkishólmi eins og árið 2008

Verð á Gistingu á  Hótel Stykkishólmi : http://hringhotels.is/           s.  430 2100  
   2ja manna herb. 13.500 2 nætur m/morgunm pr. mann
         fyrri nóttin 7.500 og seinni nóttin 6.000
   1 manns. herb. 18.500   2 nætur m/morgunm.
         fyrri nóttin 12.000 og seinni nóttin 6.500 
Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu á laugardagkvöld
  Súpa,lambakjöt og kaffi og konfekt  kr. 6.000 
Súpa og brauð kr. 1.350 í hádeginu hvorn dag fyrir sig
Hvert kjördæmi þarf að láta vita hversu margir fara í matinn til mín fyrir
  miðvikudaginn 13.maí

Ýmsir fábærir gistimöguleikar eru einnig í boði í Stykkishólmi:
http://www.stykkisholmur.is/mannlif/tjaldsvaedi-gisting/

Einnig eru sum stéttarfélög með íbúðir til leigu
Heimasíða mótsins

26.4.2015

Sveit Lögfræðistofunnar Íslandsmeistarar

Sveit Lögfræðistofu Íslands eru Íslandsmeistarar í sveitakeppni 2015
þeir enduðu með 193,68 stig
Íslm.2015

Í sveitinni spiluðu Bjarni H. Einarsson, Aðalsteinn Jörgensen,
Jón Baldursso, Sigurbjörn Haraldsson,
Steinar Jónsson og Sverrir Ármannsson
2.sætið hlaut sveit Grant Thornton 
3.sætið fór til J.E. Skjanna 

 Spilað var á Hótel Selfossi alla dagana við
góðar aðstæður

sjá nánar um mótið á Heimasíðu mótsins 

26.4.2015

4 sveitir áfram í úrslit

Þær 4 swveitir sem halda áfram að spila í 4ra liða úrslitum á morgun sunnuaginn 26.apríl
kl. 10:00 eru:
1     Lögfræðistofa Íslands      og taka með sér  167,20         
2     Grant Thornton                                        136,71
3     J.E. Skjanni                                             135,72
4     Garðs Apótek                                           130,65

 Spilað er á Hótel Selfossi og eru áhorfendur einstaklega velkomnir
á Selfoss og fylgjast með mótinu verðlaunaafhending verður um kl. 17:30

Hér er hægt að sjá  lifandi úrslit
Einnig er sýnt frá 2 borðum á BBO 

Heimasíða mótsins 

16.4.2015

Úrslit Íslandsmótsins

    Gleðilegt sumar
Úrslit Íslandsmótsins hófust kl. 10:00 í morgun í fallegu veðri á Selfossi +2 gráður
Spilað er á Hótel Selfossi og eru áhorfendur einstaklega velkomnir
á Selfoss og fylgjast með mótinu

Hér er hægt að sjá  lifandi úrslit
Einnig er sýnt frá 2 borðum á BBO 

Heimasíða mótsins 

13.4.2015

Úrslit Íslandsmótsins 23-26.apríl n.k.

Undanúrslitum fyrir Íslandsmótið í sveitakeppni er lokið.
Þær 12 sveitir sem fara áfram í úrslit sem spiluð verða 23-26.apríl
á Hótel Selfossi -  2ja manna herb. kr. 14.000 m/morgunm 
                          1 manns herb. kr. 11.500 m/morgunmat 
   Pantað er í s. 480-2500 og vitnað í mótið okkar
Tímatafla úrslitana 
Úr A-riðli
   Lögfræðistofa Íslands 139,11....................Reykjavík
   Málning hf 110,85....................................Reykjavík
   Haustak 105,54........................................Austurland

Úr B-riðli 
   Garðs apótek 137,29.................................Reykjanes
   Vestri 120,72............................................Vestfirðir
   Hreint ehf 118,89.....................................N-eystra

Úr C-riðli
   J.E. Skjanni 149,91..................................Reykjavik
   Sparisjóður Siglufjarðar 135,39.................Suðurland
   Vélasalan 102,51......................................Reykjanes

Úr D-riðli
    Grant Thornton 148,01............................Reykjavík
    TM Selfossi 132,75..................................Suðurland
    myvatnhotel.is 114,95.............................N-eystra

   

12.4.2015

Kvennalið á NM 2015

Búið er að taka þá ákvörðun að Ragnheiður Haraldsdottir, Una Sveinsdóttir,
Bryndís Þorsteinsdóttir og María Haraldsdóttir fari á Norðurlandamótið
sem haldið verður í Færeyjum 22-24.maí n.k. fyrir hönd Íslands
 

30.3.2015

Undanúrslit Íslandsmótsins

Undanúrslitin eru hafin.  Unnt er að fylgjast með á Heimasíða undanúrslitana 
Áhorfendur eru velkomnir á Hotel Natua til að fylgjast með
hverjar 12 af þessum sveitum spila í úrslitum Íslandsmótis sem spiluð verða
dagana 23-26.apríl á Hótel Selfoss  Tímatafla úrslitana

27.3.2015

Silfurstigamót á 2 í páskum - skráningarlisti

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu páskamótið með 60% skor
2 sætið fór til þeirra Ómars Freys og Örvars með 58,1%
og í 3ja sæti voru  Kiddi og Diddi með 57,6%
Öll spil, úrslit og RAUNSTAÐA

27.3.2015

Landslið í kvennaflokki fyrir Norðurlandamót

Ákveðið hefur verið að þær Arngunnur Jónsdóttir og Svala Pálsdóttir
fari með þeim Unu og Ragnheiði á Norðurlandsmótið í Færeyjum
sem fer fram 22-24.maí n.k.  Valið var úr þeim pörum sem skráðir
voru til spilamennsku um helgina.
Það hefur orðið smá breyting á kvennaliðinu á NM
Arngunnur og Svala sáu sér ekki fært á að fara og
verður því tekin ný ákvörðun í sambandi við hitt parið. 

26.3.2015

Landsliðið í opnum flokki

Ákveðið hefur verið hverjir  keppa fyrir Íslands hönd í opnum flokki á Norðurlandamótinu í bridge í Færeyjum dagana 22-24 maí n.k. Landsliðið skipa: Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson, Gunnlaugur Sævarsson og Kristján Már Gunnarsson, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson

26.3.2015

Keppni um sæti í kvennaflokki

Því miður náðist ekki í lagmarskfjölda para til keppni
um sæti í landslið í kvennaflokki á Norðurlandamótið í Færeyjum
Einungis skráðu sig 7 pör og verður því ekki spilað um helgina
eins og til stóð. BSÍ þakkar þeim konum sem gáfu kost á sér  
í spilamennsku um þessa helgi

25.3.2015

Val í kvennalandslið - skráningu lýkur í dag fimmtudag

Bridgesambandið auglýsir eftir pörum Bötler - tvímenningskeppni til undirbúnings á vali í kvennalið fyrir Norðurlandamót sem haldið verður í Færeyjum 22-24.maí n.k. Spilað verður föstudaginn 27.mars og hefst kl. 19:00 og laugardaginn 28.mars og hefst kl. 10:00 - spiluð verða um 80-90 spil í heildina.
Einungis er um 1 par að ræða og  er lágmarks þátttaka 10 pör ef ekki næst í þann fjölda para
verður parið valið. Send verða 2 pör-búið er að ákveða annað parið sem eru Íslandsmeistarar í
sveitakeppni 2014 og 2015 þær Una og Ragnheiður frá Akureyri
Spilað verður í Síðumúlanum.
Skráning verður á bridge@bridge.is
Skráningu lýkur kl. 16 fimmtudaginn 26.marz n.k.  
Sjá skráningarlista

18.3.2015

Landsliðskeppni-felld niður

Vegna ónægrar þátttöku í landsliðskepnni sem halda átti
helgina 21-23.mars n.k. verður keppnin felld niður
BSÍ þakkar þeim sem sýndu áhuga á þessari keppni
og ætluðu að vera með fyrir skráninguna
Einungis skráðu sig 7 sveitir en takmarkið var að hafa
10 sveitir en lágmark 8

16.3.2015

Landsliðskeppni í opna flokknum

Sveitakeppni 20-22. mars-
Bridgesambandið heldur sveitakeppni dagana 20-22. Mars í Síðumúlanum til undirbúnings á vali á landsliði Íslands í bridge. Fjórir spilarar eru í hverri sveit. Sömu pörin spila allt mótið, engir varamenn. Efsta par í Butler vinnur sér sæti í landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Færeyjum 22-24. maí n.k. Þátttakan verður takmörkuð við 10 sveitir. Verðlaun eru 100.000 fyrir efstu sveitina, og efsta parið í Butler fær 40.000 kr.
Planið er að spila miðað við 10 sveitir 9 x16 spila leiki
Þetta hefst föstudaginn 20. mars kl. 19:00 2 leikir, síðan spilað á laugardegi frá kl. 10.00 - 4 leikir
sunnudagurinn frá kl. 10:00  - 3 leikir Skráning verður á bridge@bridge.is
Skráningu lýkur kl. 23:30 þriðjudaginn 17.marz n.k.  
Sjá skráningu

14.3.2015

Íslandsmótið í paratvímenning

Handahafar Íslandsmeistartitilsins í paratvímenning 2015
eru hjónin Ljósbrá Baldursdóttir og Matthías Þorvaldsson
Staða efstu para í mótslok
  
1. Rosemary Shaw - Ísak Sgurðsson/Gunnlaugur Karlsson   58,5 %
2. Ljósbrá Baldursd.- Matthías Þorvaldsson                        56,0 % 
3. Svala Pálsdóttir   -   Karl G Karlsson                               55,6 %
4. Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson                    54,5 %

Vegna reglugerðar Íslandsmótsins í tvímenning
 varð efsta parið af Íslandsmeistaratitilinu árið 2015
 
Sjá reglugerð
                   
Heimasíða mótsins 

6.3.2015

Íslandsmót í paratvímenning 14-15.mars

Íslandsmótið í Paratvímenning fer fram helgina 14-15.mars n.k.
Skráning er á bridge@bridge.is og í s. 587 9360
Byrjum að spila kl. 11:00

Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson

Heimasíða mótsins

5.3.2015

Bridge bætir heilsuna

Bridge hefur oft verið nefnd erfiðasta hugaríþrótt í heimi. Það þarf mikla elju og æfingu til að verða góður í bridge. Nú hafa Danir fundið það út með rannsókn að bridge stuðlar að betri heilsu. Rökstuðningur er einkum þessi: „Bridge er byggt upp í kringum félagsskap annarra spilara og það er þessi félagslegi þáttur sem spilar svo þýðingarmikla rullu í sambandi við tenginguna að bridge skapar betri heilsu." Danir eru nú að hefja mikla rannsókn á þessu sem Anette Schulz stýrir, nánar má lesa um rannsóknina á slóð Danska Bridgesambandsins, sjá www.bridge.dk.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu...

1.3.2015

Sveit Ferills Íslandsmeistari

Dömurnar í sveit Ferills eru Íslandsmeistarar í sveitakeppni annað árið í röð
voru með öruggan sigur eða  134,46 stig
í sveitinni spiluðu mæðgurnar Hrund Einarsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir
ásamt þeim Ragnheiði Haraldsdóttur og Unu Sveinsdóttur frá Akureyri

2  sæti Hótal Hamar  með 107,79
3. sæti Ljósbrá Baldursdóttir með 98,66

Nánar á heimasíðu mótsins

26.2.2015

Kjördæmamót -

Kjördæmamótið verður spilað í Stykkishólmi dagana 16 og 17.maí n.k.
Spilað verður á Hótel Stykkishólmi eins og um árið
Gisting Hótel Stykkishólmur    s. 430 2100 
    2ja manna herb. 13.500 nóttin m/morgunm.   
   1 manns. herb. 12.000 nótinn m/morgunm.
Ýmsir góðir gistimöguleikar eru í boði í Stykkishólmi:
Sjá hér  
Einnig eru sum stéttarfélög með íbúðir til leigu

26.2.2015

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni

Íslandsmót kvenna verður haldið laugardaginn 28.febrúar og
sunnudaginn 1.mars n.k.  kr. 16.000 pr. sveit
Þær sem ætla að vera með eru beðnir um að skrá sveitir í tíma
Tímatafla miðað við 10 sveitir
Hægt er að skrá sig á bridge@bridge.is og í s. 587 9360

Skráningarlisti

HEIMASÍÐA mótsins

23.2.2015

Landsliðsmál-opin flokkur

Boðað er til fundar föstudaginn 27. Febrúar kl. 17.00 í Síðumúlanum um landsliðsmál í opna flokknum í bridge. Þar mun Ragnar Hermannsson landliðsfyrirtliði og Jafet Ólafsson kynna næstu verkefni landsliðsins og fyrirhuga æfingaáætlun. 
Við óskum eftir að þeir sem telja sig eiga erindi í landsliðið mæti á þennann fund.
Áætlað er að fundurinn standi í einn og hálfan klukkutíma

15.2.2015

Íslandsmeistarar í tvímenning 2015

Þeir Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson eru Íslandmeistar
í tvímenning 2015
Þeir sigruðu Íslandsmótið með 58,1 % skor á hæla þeim komu
Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson með 57,0%
í 3ja sæti voru Anton Haraldsson og Júlíus Sigurjónsson


Gulli og Kristjján - Denna afhenti verðlaunin í mótslok
Hægt að sjá stöðuna í mótinu hér

14.2.2015

Íslandsmót í tvímenning 2015

Íslandsmót í tvímenning fer fram í dag laugardaginn 14.febrúar
og á morgun sunnudaginn 15.febrúar
Byrjað er að spila kl. 10:00 báða dagana
Áhorfendur eru velkomnir að koma og fylgjast með

Hér er hægt að sjá Lifandi úrslit úr hverri umferð

Heimasíða mótsins

10.2.2015

Íslandsmót í tvímenning

Íslandsmótið í tvímenning fer fram helgina 14-15.febrúar n.k.
Mótið hefst kl. 10:00 báða dagana og verður spilað í Síðumúlanum
hægt er að skrá sig á bridge@bridge.is og í síma 587 9360
Íslandsmeistarar í tvímenning 2014 eru þeir
Gunnar B. Helgason og Magnús E. Magnússon
Keppnisgjaldið er 10. þús. á parið
Skráningu lýkur kl. 16:00 föstudaginn 13
Skráningarlisti

Lifandi úrslit

2.2.2015

Sigurlið Bridgehátíðar

Sveitin Janet de Botton frá Englandi sigraði sveitakeppni Bridgehátíðar 2015
B-hatid ´15
Í sveitinni ásamt Janet spiluðu Artur Malinowski, Erik Thor Hoftaniska
og Thomas Charlesen
Birkir Hólm Guðnason frá Icelandair afhenti verðlaun í mótslok
ásamt Jafet Ólafssyni, forseta BSÍ 
nánar http://reykjavikbridgefestival.com/  

29.1.2015

Icelandair - Reykjavík Bridge Festival

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson mun setja Bridgehátiðina  „Icelandair Reykjavík Bridge Festival 2015"  -  sem hefst þann 29. janúar kl. 19:00.        
Keppt er á Hótel Natura (Loftleiða hótelið)  Þetta er stærsta bridgemót sem haldið hefur verið hér á landi, en keppendur verða um 420, þar af er um helmingur erlendir keppendur. Nokkrir af bestu bridgespilurum heims taka þátt í mótinu. Þar má sennilega fremstan telja Zia Mahmood sem kemur með sterka sveit. Þýska landsliðið mætir, Danir og Svíar eru með sterkar sveitir. Hjördís Eyþórsdóttir, Heimsmeistari kvenna í sveitakeppni með liði sínu Bandaríkjunum  Norðmenn fjölmenna eins og svo oft áður. Rune Hauge einn þekktasti umboðsmaður knattspyrnumanna í Evrópu kemur með sterka sveit.                      
Frá Danmörku kemur Gustav „Gus" Hansen einn frægast pókerspilari heimsinins. Hann hefur tekið ástfóstri við bridge til að styrkja sig í átökunum við póker spilaborðið. Allir bestu bridgespilara Íslands taka þátt í þessu móti.Mótið hefst þann 29. janúar kl. 19.00 og stendur til sunnudags kl. 18.00, en þá fer verðlaunaafhending fram.  Áhorfendur eru velkomnir á staðinn til að fylgjast með.  Aðgangur er ókeypis.    „Bridge gerir lífið skemmtilegra". 
Hér er hægt að fylgjst með mótinu  http://reykjavikbridgefestival.com/  

Stjórnborð

Stækka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda þessa síðu Prenta þessa síðu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing