Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

7.12.2009

Landsliđshópur í Opnum flokki og Kvennaflokki 2010

Nýskipuð Landsliðsnefnd BSÍ 2009-2010 hefur ákveðið að óska eftir umsóknum frá pörum til að mynda 6-8 para Landsliðshóp í Opnum flokki og Kvennaflokki. Þetta er ekki hópur sem er myndaður til skamms tíma heldur er framtíðarsýn Landsliðsnefndar að vera ávallt með 6-8 pör í Landsliðshóp hverju sinni. Óskar er eftir pörum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði: 
 • Hafa áhuga og metnað til að spila fyrir Íslands hönd á bridgemótum.
 • Geti æft/unnið/spilað reglulega sem par. Innifalið í því getur verið:
  • Fyrirlestur/úrlausn verkefna
  • Ćfingar í húsnæði BSÍ eða á öðrum fyrirfram ákveðnum stað.
  • Spilamennska í húsnæði BSÍ eða á öðrum fyrirfram ákveðnum stað.
  • Ćfingar á netinu
  • Spilamennska á netinu
 • Krafist er 100% mætingar og 100% skil á verkefnum, stór hluti af verkefnunum geta spilara leyst á tíma sem þeir ákveða sjálfir.
 •  Spilarar þurfa að vera tilbúnir að aðrir fari yfir spilin þeirra, hvort sem er meldingar eða spilamennska.

 Landsliðsnefnd ætlar að bjóða upp á metnaðarfullt og árangursíkt æfingaplan og stefnt er að búa til verkefni fyrir 6-8 pör á hverju spilaári.Næstu verkefni landsliða Íslands fara fram sumarið 2010. Þau pör sem koma til með að  skipa landsliðshópinn þurfa að vera tilbúinn í verkefni fram að 1. september 2010 eða mögulega síðar eftir verkefnum hverju sinni.

 Með hverri umsókn skal fylgja ástæða fyrir því að sótt er um. Tekið er við umsóknum í tölvupósti til bridge@bridge.is eða í lokuðu umslagi sem skilast til skrifstofu BSÍ á opnunartíma skrifstofu. Umsóknarfrestur rennur út 12. desember kl. 17:00 

Landsliðsnefnd BSÍ:

Kristinn Kristinsson
Ragnar Hermannsson
Gunnlaugur Karlsson


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing