Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

19.8.2011

Fréttir af landsliđsmálum

 

Af landsliðsmálum er það helst að segja að dagskrá lokaundirbúnings er hafin og er hún mjög þétt.  Liðsmenn eru í úthalds- og þrekæfingum  3 daga í viku og á bridgeæfingum tvisvar sinnum í viku.  Þá er búið að setja upp æfingaspiladagskrá á þrjár langar helgar fram í október, fyrir utan þá spilamennsku, sem sumir af liðsmönnum fremja í bikarkeppni Bridgesambandsins.    Fyrsta spilahelgin, sem er kostuð af Iceland Express, fer fram dagana 26-28.ágúst að Grand Hotel og koma 3 norks pör og 2 dönsk pör til leiks og verða spilaðir 9 x 16 spila leikir þá helgina.  Samskonar helgarmót, líka kostuð af Iceland Express,  fer fram 16-18.sept á Center Plaza, með þátttöku erlendra para.   Síðustu helgina áður en farið verður til Hollands, þá verður sett up 16 spila æfingamót með sterkum íslenskum pörum.    Ákveðið hefur verið að ekki verður sýnt frá æfingamótunum á BBO, svo andstæðingar okkar fái ekki tækifæri til þess að stúdera okkar menn, á hinn bóginn er hinn almenni íslenski bridgespilari hvattur til þess að mæta og fylgjast með.   Ýmislegt fleiri er á dagskránni, sem óþarfi er að nefna hér á spjallinu.
Góður hugur er í okkar liðsmönnum og gaman að vinna með þeim og finna ákafan og ástríðuna, sem þátttaka í Heimsmeistaramótinu hefur augljóslega gefið mönnum. 
 
Ég þakka Ragga Herm fyrir að hvetja til upplýsingagjafar um málefni landsliðsins og annarra góðra bridgemála innan okkar hreyfingar.  Vonandi hefur mér tekist að koma því helsta á framfæri, sem er í gangi hjá okkur í landsliðinu.
Með bridgekveðju,
Björn


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing