Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

19.10.2011

Kveđja frá HM

  "Langur og hlykkjóttur vegur" Heimsmeistarmótið í bridge hafið og þremur keppnisdögum lokið, þriðjudagurinn var dagur Íslands, í morgun var sýnt frá leik Íslands og Kína í stórum sýningarsal og 3 menn til útskýringar á leiknum, Íslendingum var þar hrósað mjög fyrir góða spilamennsku og við enduðum á að vinna Kína 17-13, en Kína er mjög vaxandi þjóð í bridge og ætlar sér stóra hluti þar á næstu árum, næsta var komið að Chile og þar vannst glæsilegur sigur 23-7, og deginum lauk með enn einum sigrinum nú á Japan 23-7, en þeir hafa sterku liði á að skipa. Eftir þessa góðu frammistöðu er Ísland komið í 6 sæti. Mjög góður andi er í íslenska hópnum og menn voru staðráðnir í því eftir dapra frammistöðu á móti Guadeloupe á mánudag að bíta í skjaldarenndurnar og sýna hvað í liðinu býr. Á mánudagskvöld var farið í nær klukkatíma göngutúr í fallegu haustveðri sem er hér í Hollandi rétt um 14 stiga hiti. Á mótinu er gefið út daglegt fréttablað og fyrirsögnin er fengin þar "Long and winding road" sem er reyndar titill á gömlu Bítlalagi, en þetta er réttnefni leiðin er löng og hlykkjótt og margt að varast í spilamennskunni. Ísland hefur fengið góða umfjöllun í þessu blaði. Björn landsliðsfyrirliði hefur stýrt sýnum mönnum eins og góðum herforingja sæmir. Ef íslensku spilarnir spila jafnvel og þeir gerðu í dag þá verður útkoman góð, en það er margir erfiðir leikir eftir og margar þjóðir að keppa um þessi átta sæti sem liggja í úrslitakeppnina. Miðvikudagurinn verður spennandi, og þar erum við að spila við lönd sem kunna ýmislegt fyrir sér í bridge.

Með bestu kveðju og vonandi fylgja góðar fréttir næstu daga
Jafet S. Ólafsson, forseti Bridgesambandsins


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Bridgefélag Reykjavíkur.   Síðumúla 37.  Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing