Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

19.6.2012

Pistill frá Dublin

  Eftir góða spilamennsku í upphafi móts gekk allt á afturfótunum á laugardag og sunnudag,þá vorum við komnir í 11-13 sæti.
Mánudagurinn var góður þá unnust tveir mjög góðir sigrar og í morgun (þriðjudag) gerðum við jafntefli við feiknasterkt lið Rússa sem voru í þriðja sæti. Eina þjóðin sem gat náð okkur að stigum í síðustu umferðinni var Wales en þeir töpuðu fyrir Sviss 18-12, Svissnesku vinir okkur gerðu það sem þurfti þannig að Ísland kæmist í úrslit. Eistland burstaði Finnland 21-9 og komu næstir á eftir okkur með 249 stig en Ísland hlaut 255 stig. Það eru síðan 18 þjóðir sem etja kappi í úrslitunum og allt getur gerst. Athygli vekur gott gengi aðkeypt stjörnulið Monaco. Ég kom með hákarlalýsi frá Íslandi í gær og það urðu allir að taka það inn og svo verður út mótið, vonandi gefur það aukinn styrk.

með  kveðju frá Dublin Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambandsins


Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Bridgefélag Reykjavíkur.   Síðumúla 37.  Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing