Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

19.10.2005

Deildakeppnin hefst um helgina

Deildakeppnin í bridge fer fram á tveimur helgum, 22.-23. október og 5.-6. nóvember í húsnæði Bridgesambands Íslands að Síðumúla 37.

Spilað er í þremur deildum, 8 sveitir í fyrstu og annarri deild en ótakmarkaður fjöldi í þriðju deild. Öllum sveitum er frjálst að skrá sig til leiks í þriðju deild. Keppnisgjald er 24.000 krónur á sveit. Mikilvægt er að allar sveitir skrái sig til leiks í ár, án tillits til þess hvort breytingar hafi orðið á sveitinni frá síðasta ári. Skulu þá skráð nöfn 4 spilara hið minnsta. Skrá skal 4-6 spilara í hverja sveit, 2 aukavaramenn mega líka spila (en þeir mega þá ekki spila með annarri sveit í deildakeppninni það árið). Sigursveit efstu deildar mun gefast kostur á 400. þúsund kr. ferðastyrk á mót erlendis og skal hún nýta það fyrir 31. desember 2006. Verðlaunagripir fyrir 3 efstu sveitir í hverri deild (6 stk á sveit).
Um nánari útlistanir á reglum verðandi deildakeppnina, vísast til vefs bridgesambandsins bridge.is .


Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing