Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

29.1.2015

Icelandair - Reykjavík Bridge Festival

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson mun setja Bridgehátiðina  „Icelandair Reykjavík Bridge Festival 2015"  -  sem hefst þann 29. janúar kl. 19:00.        
Keppt er á Hótel Natura (Loftleiða hótelið)  Þetta er stærsta bridgemót sem haldið hefur verið hér á landi, en keppendur verða um 420, þar af er um helmingur erlendir keppendur. Nokkrir af bestu bridgespilurum heims taka þátt í mótinu. Þar má sennilega fremstan telja Zia Mahmood sem kemur með sterka sveit. Þýska landsliðið mætir, Danir og Svíar eru með sterkar sveitir. Hjördís Eyþórsdóttir, Heimsmeistari kvenna í sveitakeppni með liði sínu Bandaríkjunum  Norðmenn fjölmenna eins og svo oft áður. Rune Hauge einn þekktasti umboðsmaður knattspyrnumanna í Evrópu kemur með sterka sveit.                      
Frá Danmörku kemur Gustav „Gus" Hansen einn frægast pókerspilari heimsinins. Hann hefur tekið ástfóstri við bridge til að styrkja sig í átökunum við póker spilaborðið. Allir bestu bridgespilara Íslands taka þátt í þessu móti.Mótið hefst þann 29. janúar kl. 19.00 og stendur til sunnudags kl. 18.00, en þá fer verðlaunaafhending fram.  Áhorfendur eru velkomnir á staðinn til að fylgjast með.  Aðgangur er ókeypis.    „Bridge gerir lífið skemmtilegra". 
Hér er hægt að fylgjst með mótinu  http://reykjavikbridgefestival.com/  

Viðburðadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing