Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fréttir

16.6.2016

EM á ţjóđhátíđardaginn - pistill frá Budapest

Em - pistill Dagur 2

Ísland - Wales

Ţað voru Maggi og Láki ásamt Þresti og Svenna sem spiluðu morgunleikinn og það var fullur hugur í okkar mönnum að gera vel á þjóðhátíðardaginn sjálfan. En fljótlega kom í ljós að lukkugyðjurnar voru ekki alveg á okkar bandi. Andstæðingar Þrastar og Svenna fóru t.d. í þunna slemmu sem stóð og svo gáfu okkar menn geim nokkuð slysalega eftir að hafa fengið loðnar upplýsingar þar sem Walesararnir voru að melda á „gat" í kerfinu sínu. Þetta á...samt frekar meinlausri spilamennsku þýddi að við fengum einungis 2,03 stig út úr leiknum og sátum í 21. sæti eftir umferðina.

Ísland- Búlgaría

Alli og Birkir skiptu um sæti við Þröst og Svenna til að taka á Búlgörunum. Leikurinn var sýndur á BBO og því gátu þeir sem vildu horft á hann. Í þessu leik gáfust mörg tækifæri til að vinna stórsigur en aftur var gæfan ekki alveg með okkur og sénsarnir ekki alltaf nýttir sem skyldi. En Maggi fann í þessari setu mjög flott útspil gegn slemmu sem gaf okkur góð stig. Sjá má um það spil í skemmtilegri umfjöllun frá Jóni Þorvarðar hér á síðunni. Lokatölur urðu 12,29 stig gegn 7,71 og Ísland hélt sama sæti og fyrir umferðina.

Ísland - Serbía

Ţessi leikur var mjög vel spilaður. Útgjöfin lítil en ekki mjög mörg tækifæri til að skora mikið. Allli og unglingarnir sáu um stigasöfnun sem reyndist vera 13,28 gegn 6, 72. Þessi góði leikur þýddi að liðið færðist upp um nokkur sæti og tyllti sér í það 18.

Ísland - Svíþjóð

Alli og Birkir hvíldu og leikurinn gegn Svíum byrjaði ljómandi vel. ísland vel yfir til að byrja með. Undir lokin fór þó aðeins að halla undan fæti og svo fór að Svíar sigldu heim alltof stórum sigri miðað við efni og aðstæður. Lokatölur 5-15.

Að loknum þessari umferð er Ísland í 20. sæti en er samt eiginilega á meðalskori þrátt fyrir lítinn meðbyr undafarna leiki. En mótið er enn ungt - einungis 8 leikir af 36 búnir og því ýmislegt sem getur breyst til batnaðar og nú biðjum við bara um betri tíð og smá rennsli.

Annars eru allir við góða heilsu og biðja að heilsa heim og gleðilega þjóðhátíð í dag .....og ekki sist á morgun( þá er eiginlega annar í þjóðhátíð hjá landanum). Við erum amk byrjuð að skima eftir bar til að horfa á leikinn á morgun. Kannski vissara að ferðast um í einum hóp annað kvöld þar sem íslensku treyjurnar okkar gætu stuðað einhverja heimamenn.

En við segjum bara „Áfram Ísland! - á öllum vígstöðvum.


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóđ:

Forsíđa » Fréttir

Myndir


Auglýsing