Fréttir
20.9.2017
Bridgenámskeið fyrir ungt fólk
Bridgeskólinn býður öllum 16 ára og yngri og 16-25 ára á ókeypis námskeið og læra að spila bridge. Byrjað er frá grunni, ekki þarf að vera með neina þekking á spilinu áður en mætt er á námskeiðið. Foreldrar eru velkomnir með.
Námskeiðið fyrir 16 ára og yngri hefst þriðjudaginn 3. október kl 16-18 og er fjóra þriðjudaga í röð
Hægt að skrá sig hér .
Námskeiðið fyrir 16-25 ára hefst fimmtudaginn 5.október kl. 16-18 og er fjóra fimmtudaga í röð
Hægt að skrá hér .
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að spila bridge að koma á námskeið. Ekkert mál að mæta einn (ekki þarf að hafa makker).
Námskeiðið er haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands, Síðumúla 37.
Einnig hægt að skrá sig með því að hringja í síma 8987162 eða senda tölvupósti á bridge@bridge.is
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgefélag Reykjavíkur. Síðumúla 37. Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30