Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

17.1.2006

Helgarnir náðu öðru sæti á sterku móti í Svíþjóð

Helgi Sigurðsson og Helgi Jónsson enduðu í 2. sæti á sterku móti sem fór fram í Lundi um síðustu helgi.  Mótið er haldið árlega um þetta leyti og hefur verið haldið í 54 skipti. Sigurvegarar voru Peter Fredin og Magnus Eriksson.

Þetta árið voru 42 pör í aðalkeppninni og spilaðar fimm 24 spila lotur eða 120 spil, sem er heldur meira en á Bridgehátíð.  Peter Fredin er stigahæsti Svíinn í bridge um þessar mundir og þetta var 3ja árið í röð sem hann vann mótið. Um 25% spilara á mótinu voru álitnir vera í landsliðsflokki samkvæmt Sydsvenska Dagbladet.  Nokkuð var af spilurun frá Danmörku, Noregi og Póllandi.  Danir voru með sterk pör - Jens Auken og Sören Anker Christiansen sem urðu í 4. sæti, Hulgaard hjónin  urðu númer 11 og Madsen-Lund númer 12.  Sænskir landliðsmenn voru í 3ja sæti (Hallberg-Wrang), en aðrir sterkir sænskir spilarar urðu neðar - Brunzell-Nilsen urðu númer 16, Flodqvist-Sjöberg urðu númer 25, Helmertz-Billgren númer 28 og Hallén númer 38.


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing