Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

8.5.2020

Spilamennska hefst 18.maí á SUMARBRIDGE

Bridgesambandið hefur ákveðið að heimila félögunum að hefja spilamennsku að nýju frá og með mánudeginum 18. maí nk. þó veitingasalan verði ekki opin.
Vegna fjöldatakmarkana er einungis unnt að spila á 12 borðum fyrst um sinn og þannig verða með spilastjóra innan við 50 manns í salnum.  
Eftirfarandi reglur þarf að hafa í hávegum:
  • 1. Nauðsynlegt er að haf stóla um 30 sentimetra frá spilaborðunum til að ná tveggja metra fjarlægðarreglu sóttvarnaryfirvalda.
  • 2. Allir verða að þvo hendur og spritta eftir hverja setu.
  • 3. Reykingar verða ekki leyfðar á svölum við neyðarútgang.
  • 4. Þeir sem eru í áhættuhópi m.a. vegna undirliggjandi sjúkdóma vegna sýkingar af kórónuveiru eru beðnir um að koma ekki til spilamennsku.
  • 5. Þeir sem eru slappir, með hita, höfuðverk eða önnur einkenni eru vinsamlega beðnir um að halda sig heima.
  • 6. Fólk er vinsamlega beðið halda fyrir vitin og að hósta í olnboga eins og sóttvarnaryfirvöld hafa ráðlagt um.

Stjórn Bridgesambandsins mun fylgjast með því hvernig gengur að halda þessar reglur áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref en um næstu mánaðamót verða rýmkaðar fjöldatakmarkanir á samkomum.


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing