Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

27.11.2006

GLÆSILEGUR ÁRANGUR ÍSLENDINGA Á HAWAÍ

Íslensku landsliðsspilararnir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson náðu þeim glæsilega árangri að fagna sigri á Hawaí í Swiss Teams sveitakeppni sem þeir tóku þátt í. Með þeim í sveitinni voru Hjördís Eyþórsdóttir og Tony Kasday.

Íslenska sveitin(Kasday) byrjaði ekki vel, tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum en gaf þá í svo um munaði. Í sjöundu umferð vannst stórsigur, 20-0 á sveit Lynch (Carol Lynch, Mike Passell, Eddie Wold, Dennis Dawson, Larry Cohen, David

Berkowitz) sem hafði verið í forystu. Fyrir lokaumferðina var sveit Lynch með 112 stig og Kasday með 111,67 en íslenska sveitin gerði sér lítið fyrir og vann 17-3 sigur á meðan Lynch tapaði 6-14 í síðustu umferðinni. Kasday endaði því á toppnum með 128, Lynch með 118 og Mahaffey 114 stig.

Sjá nánar hér


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing