Fréttir
18.12.2006
JÓLAMÓTIN MILLI JÓLA OG NÝÁRS - Síðasti séns að skrá sig í mótin 30.des!
Fjögur bridgefélög á landinu halda jólamót á milli jóla og nýárs sem jafnan hafa verið vel sótt.
Þrjú þeirra verða með mótið laugardaginn 30. desember.
B.Akureyrar - Glitnismótið í tvímenningi en það hefst kl 10:00 og verður 50-60 spil. Keppnisgjald er 2000kr. á manninn og eru glæsileg flugeldaverðlaun í boði. Stefán Vilhjálmsson gefur upplýsingar í síma 898 4475.
B.Blönduóss - Þorsteinsmótið Patton sveitakeppni þar sem Stefán Berndsen gefur upplýsingar í síma 452 4531.
B.Reykjavíkur - Minningarmót Harðar Þórðarsonar að Síðumúla 37, upplýsingar um mótið á skrifstofu BSÍ 587 9360. Ath, hefst kl. 11:00
Fimmtudaginn 28. desember ætlar B.Hafnarfjarðar að vera með jólamót Sparisjóðs Hafnarfjarðar og B.Hafnarfjarðar að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði. Hefst kl. 17:00.Upplýsingar og skráning í símum 899-7590 (Hafþór), 565-3050 (Erla) og 555-1921 (Atli)
Einnig er minnt á hina árlegu Bridgehátíð í Borgarnesi helgina fyrstu helgi eftir áramót, 6.-7. janúar!
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði