Fréttir
6.9.2007
FRAMKVÆMDASTJÓRI BRIDGESAMBANDSINS
NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR AÐ SÆKJA UM!!!
Bridgesamband Íslands leitar eftir öflugum starfsmanni til að gegna stöðu framkvæmdastjóra.
Starfið felur í sér umsjón með daglegum rekstri sambandsins, fjáröflun, fræðslustarfi, samskiptum við fjölmiðla, félagsmenn og erlenda aðila.
Viðkomandi sinnir mótahaldi á vegum sambandsins, sér um stigaskráningu og félagaskrá.
Þekking á rekstri er æskileg en frumkvæði, drifkraftur og metnaður er skilyrði.
Allar ábendingar um nýjan framkvæmdastjóra eru vel þegnar.
Viðtakandi umsókna er forseti Bridgesambands Íslands, Guðmundur Baldursson, Ólafsgeisla 89, 113 Reykjavík. - E-mail gudmundur@logoflex.is
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði