Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fréttir

10.10.2007

Bermúdaskálin og Feneyjarbikarinn

Nú er að síga á seinni hlutann á heimsmeistaramótinu í bridge.
Íslendingar eiga fulltrúa í mótinu um Feneyjarbikarinn en Hjördís Eyþórsdóttir spilar fyrir USA 2. Sveitin tapaði í 8-liða úrslitum fyrir Frakklandi með aðeins 1 impa!

Norðmenn og Bandaríkjamenn spila til úrslita í opnum flokki á heimsmeistaramótinu í brids, sem stendur nú yfir í Shanghai í Kína. Í kvennaflokki spila Bandaríkin og Þýskaland til úrslita.

Norðmenn unnu sigur á Hollendingum og Bandaríkjamenn unnu Suður-Afríkumenn í undanúrslitum í opnum flokki. Í kvennaflokki vann bandaríska liðið það kínverska og Þjóðverjar unnu Frakka.

Úrslitaleikirnir hefjast á morgun og þeim lýkur á laugardag.

Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu mótsins

Lifandi úrslit má finna hér á Swangames

Einnig má sjá beinar útsendingar frá völdum leikjum á Bridgebase og á BridgebaseTV


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Bridgefélag Reykjavíkur.   Síðumúla 37.  Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30


Olís

Slóð:

Forsíða » Fréttir

Myndir


Auglýsing