Fréttir
14.10.2007
Deildakeppnin hálfnuð
Nú er lokið fyrri helgi í deildakeppni Bridgesambands Íslands og í 1. deild leiðir Eykt, en sveit Karls Sigurhjartarsonar er í öðru sæti.
Í 2. deild eru sveitir Málningar og Sparisjóðsins í Keflavík sem leiða hjörðina.
Hin vinsæla Deildakeppni verður í ár spiluð á tveimur helgum (13.-14. október og 17.-18. nóvember) eins og undanfarin ár og spilað verður í tveimur deildum. Keppnisgjald verður 24.000 krónur á sveit, það sama og í fyrra. Spilað verður frá klukkan 11:00 á laugardag og frá klukkan 10:00 á sunnudag. Fjórtán spila leikir í fyrstu deild og tvöföld umferð en þátttökufjöldi ræður lengd leikja í annarri deild. Spilarar eru hvattir til þess að vera með í þessari skemmtilegu keppni og vonast BSÍ eftir góðri þátttöku. Núverandi sigurvegari fyrstu deildar er sveit Eyktar. Skráning í keppnina á vef BSÍ, bridge.is eða í síma BSÍ 587 9360.
Dagskrá
1. deild 14 spila leikir – tvöföld umferð
2. deild fyrri helgi 7 leikir monrad
seinn helgi einnig 7 leikir monrad þannig að sveitir geta mæst tvisvar sinnum.
Laugardagur
1. Umferð 11:00 – 12:45
2. Umferð 13:00 – 14:45
HLÉ
3. Umferð 15:15 – 17:00
4. Umferð 17:15 – 19:00
Sunnudagur
5. Umferð 10:00 – 11:45
HLÉ
6. Umferð 12:15 – 14:00
7. Umferð 14:15 – 16:00
Heimasíða mótsins er í vinnslu en nú má sjá reglugerðir og síðar í dag koma aðrar upplýsingar.