Fréttir
13.8.2008
Varnarnámskeið á Netinu
Þann 20. ágúst hefst 4 vikna námskeið um vörnina, sem að mestu fer fram á Netinu. Um er að ræða námskeið sem keyrt var fyrir félaga í Bridgefélagi Borgarfjarðar í vor og unnið af Guðm. P. Arnarsyni og Þorvaldi Pálmasyni. Námskeiðið gerir ráð fyrir fjórum stuttum staðlotum, en ekki er bráðnauðsynlegt að mæta í þá spilamennsku. Þátttaka er öllum opin (2.000 kr. á mann) og eru áhugasmir beðnir um að skrá sig á netfangi Þorvaldar thpalma@hi.is með nafni, kennitölu og netfangi. Kennslan fer fram á vefnum netskoli.is/bridge. Þegar þátttakandi hefur skáð sig hjá Þorvaldi fær viðkomandi sent aðgangsorð í vefpósti. Kennitalan er notendanafn. Eftir innskáningu á kennsluvefinn opnast aðgangur að kennslugögnum. Staðlotur eru haldnar í Síðumúlanum á miðvikudögum, kl. 17.45-18.45 (á undan Sumarbrids). Tímar: 20. ágúst, 27. ágúst, 3. sept. og 10. sept. Þorvaldur leysir úr tæknilegum vandamálum, en einnig má hafa samband við Guðmund Pál á netfanginu gpa@talnet.is til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og framkvæmd þess.
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir