Beint ß lei­arkerfi vefsins
Merki Bridgesambands ═slands - Fara ß forsÝ­u

Fundarger­ir

3.9.2010

Stjˇrnarfundur 2.sept 2010

11.fundur stjórnar BSÍ haldinn 2.sept 2010
Mættir voru Garðar Garðarsson, Ólöf Þorsteinsdóttir, Jörundur Þórðarson, Guðný Guðjónsdóttir, Sveinn R Eiríksson og Þorsteinn Berg
1. Nú er búið að endurnýja ýmislegt í tölvumálunum, verið að setja upp betri tengingar. Þörfin var orðin brýn.  Hugsanlega verða framkvæmdir í janúar á Loftleiðahótelinu sem kann að orsaka breytingar á Bridgehátíð, bridgehátíðarnefnd mun fylgja þessu máli eftir. Enn var rætt um rétt bikarhafa 2009 umrétt þeirra til að fá styrk á mót. Þeir hafa óskað eftir að fara til Svíþjóðar á bridgeviku í lok næsta sumars. Samþykkt að veita kr 300þús í það verkefni enda sé góður undirbúningur og metnaður í fyrirrúmi.
2. Landsliðsnefnd: verði svo skipuð: Ragnar Hermannsson, Björn Eysteinsson og Þorsteinn Berg.
3. Mótanefnd: Samþykktar tvennar breytingar: Víxla mótum í vor paratvímenningi og Íslandsmóti í sveitakeppni til að hægt sé að þiggja boð til Kína. Færa lokamót sumarbridge aftar sem nemur einni helgi, Með þessu móti verður hægt að veita verðlaun fyrir sumarspilamennsku. Bikarúrslit verði helst á BBO, keppnisstjóri ætti að geta fært inn líka.
4. Nokkrar umræður voru um undirbúning Ársþings m.a. mætti vera fleiri fulltrúar af landsbyggðinni í næstu stjórn, hugsanlega með notkun Skype
5. Menntamál: Samþykkt að athuga ráðningu menntafulltrúa til að koma fræðslu inn í skólana. Mikilvægt að kynna framhaldsskólamót – halda það fyrir páska, verðlaun gætu tengst Junior Camp.
6. Næsti fundur gæti orðið eftir 2 vikur eða í byrjun næsta mánaðar

Vi­bur­adagatal

Engin skrß­ur vi­bur­ur framundan.

Hverjir spila Ý dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
á

Skoða alla daga


OlÝs

Slˇ­:

Sambandi­ » Fundarger­ir

Myndir


Auglřsing