Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

11.4.2012

Stjórnarfundur 17.apríl 2012

 

5. fundur í stjórnar BSÍ haldinn þriðjudaginn 17.apríl, 2012 kl. 16.00

Mættir voru Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Guðný Guðjónsdóttir, Helga Bergmann, Jörundur Þórðarson, Ólöf Þorsteinsd og Örvar Óskarsson. 

1.    Fundargerð síðasta fundar samþykkt. Stjórn lýsti yfir ánægju með stórbættan hljóðburð (kostaði ca. 380þús), spilarar í paramótinu með heyrnartæki voru afar þakklátir.

2.    Úrslitin í Íslandsmótinu í sveitakeppni. Fengist hefur húsnæði á viðunandi verði en mikil óánægja hefur verið með að spila við þröngar aðstæður í húsnæði BSÍ. Úrslitin í sveitakeppninni dagana 19-22. apríl mun fara fram í sal Karlakórs Reykjavíkur að Grensásvegi 13, (Pfaff á jarðhæðinni) þar er góð aðstaða til spilamennsku og einnig aðstaða fyrir áhorfendur og keppnisstjóra. Talsverð umræða var um aðstæður - bæði undirbúningstíma og nettengingu.

3.    Landsliðsmál: breyting verður á liðsskipan, því miður getur Sigurbjörn af persónulegum ástæðum ekki verið með hvorki í EM eða Olympíumótið (Mind Games). Einnig munu Jón og Þorlákur ekki gefa kost á sér fyrir Ólympíumótið. Björn Eysteinsson mun halda utan um allan undirbúning fyrir EM. Tveimur íslenskum pörum var boðið á mót í Köben (Bjarni-Aðalsteinn og Sveinn-Júlíus voru valdir af landsliðsnefnd í verkefnið) en þar var annað af tveimur mótum til að velja landslið Dana í opnum flokki og kvennaflokki. Framundan er einnig æfingamót í Bonn. Fljótlega verður upplýst um nánara val. Rætt var um aðferðafræði við val á landsliði, flestir voru á því að velja frekar en að keppa um það, en eðlilegt að reynsla og frammistaða para í bötler gæti verið höfð til hliðsjónar. Guðný taldi þörf á að huga að undirbúningi kvenna fyrir NM, jafnvel ráða þjálfara.

4.    Fræðslumál

a.    Áætlun um bridgekennslu í skólum (Aðgerðaáætlun 2012 - 2015) var lögð fram á fundinum af fræðslu- og nýliðanefnd. Þar er komið inn á framkvæmd, mannaráðningar, samskipti við skólastjórnendur, kynningar og fjármögnun. Tvisvar í viku æfingar og kennsla í húskynnum BSÍ, kynningarherferð í grunnskólum Reykjavíkur, þar sem áhugi skapast að stuðla að kennslu og uppbyggingarstarfi þar. Launaður starfsmaður sinni fræðslu á öllum skólastigum (líka háskóla). Spilatími og fræðsla fyrir 18-28 ára, mót fyrir skemmra komna (aldur, meistarastig) - erlend mót.

b.    Guðný, Helga og Örvar: Undanfarinn mánuð hafa fulltrúar okkar í fræðslu- og nýliðanefnd sinnt fræðslu og kynningu í nokkrum grunnskólum (Ingunnarskóla, Réttarholtsskóla, Rimaskóla og Snælandsskóla) allt saman í sjálfboðavinnu. BSÍ hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að fjármagna kennslu í skólum, getur hins vegar þjálfað verðandi leiðbeinendur í skólunum og stutt þá.

c.    Kennslubæklingur hefur tafist, myndir vantar, stefnt að því að bæklingurinn komi út í maí.

5.    Heimasíða Bridgesambandsins. Helga, Jafet  og Örvar telja of mikinn kostnað við hýsingu heimasíðu (28 þúsund á mánuði). Ástæðan er líklega dýrt forrit sem notast er við. Hægt er að fá mun ódýrari hýsingu með því að notast við ókeypis forrit, töluverð vinna færi í að setja upp síðuna og færa gögn á milli. Auðvitað eru margir góðir kostir við síðuna eins og hún er, s.s. eins og veföryggi og nóg pláss fyrir viðbótarhluti. Þarfagreining er nauðsynleg. Jafet hefur mann í verkið og stefnt er að nýrri síðu í haust.

6.    BSÍ hefur boðið bæði Warren Buffett og Bill Gates þátttöku á Bridgehátíð. Warren Buffet hefur afþakkað en BSÍ ítrekað að boðið sé opið til næstu ára. Fulltrúi Bill Gates hefur enn ekki svarað. Boðið verður ítrekað, jákvætt svar gæti hjálpað verulega við fjáröflun.

7.    Önnur mál.

a.    Guðný óskar eftir því að í upphafi Íslandsmóta sé ávarp þar sem spilarar eru boðnir velkomnir, síðan komi keppnisstjóri og greini frá reglum og keppnisformi og öðru sem er viðeigandi.

b.    Garðar óskaði eftir heimild til þess að Reyknesingar verði með a og b sveit í kjördæmakeppni til ekki verði yfirseta. Sjálfsagt mál. Einnig var rætt um að stefna að kjördæmamóti í Færeyjum, Jafet falið að hafa samband við Færeyinga.

c.    Næsti fundur áætlaður þriðjudag 22. maí kl. 16. Fundi slitið


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Bridgefélag Reykjavíkur.   Síðumúla 37.  Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing