Fundargerðir
27.10.2003
27. október 2003
Stjórnarfundur 27. október 2003
Mættir á fundinn: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson, Kristján Már Gunnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ísak Örn Sigurðsson, Kristján Blöndal, Guðmundur Ólafsson, Una Árnadóttir, Jóhann Stefánsson, Helgi Bogason og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla forseta Kristján B. Snorrason, nýkjörinn forseti BSÍ, kynnti sig og bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund nýrrar stjórnar. Hann sagðist vilja halda áfram að leggja aðaláherslu á fræðslumálin og það væri mikilvægt í því sambandi að auka fréttaflutning og virkja fjölmiðlana. |
2. Skýrsla framkvæmdastjóra Það gengur vel að vinna tvímenningskvóta samkv. nýjum reglum, enda fyrsta svæðamótið um næstu helgi. Jón, fyrrverandi forseti, Matthías og Stefanía áttu góðan fund með Bridgefélögum eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Það er vilji fyrir því að bjóða þeim að ganga inn í Bridgesambandið og gera við þá þjónustusamning. Tölvumálin á skrifstofunni eru búin að vera í ólagi og hefur það m.a. bitnað á textavarpinu. Ákveðið að reyna að fá fleiri síður á textavarpinu, sérstaklega væri æskilegt að fá síður 327 til 329 því þær eru á lausu. |
3. Verkaskipting stjórnar Varaforseti: Matthías Þorvaldsson Ritari: Una Árnadóttir Gjaldkeri: Kristján Már Gunnarsson Í framkvæmdaráði eru: Kristján B. Snorrason, Matthías Þorvaldsson og Kristján Már Gunnarsson. Frekari verkaskipting stjórnar og skipurit verður ákveðið á næsta fundi. Fundartími stjórnar var ákveðinn annan þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:45, en forseti telur þurfa tíðari fundi á meðan stjórnin er að koma sér í gang og verða þeir boðaðir með góðum fyrirvara. |
4. Skipun fastanefnda Mótanefnd: Ísak Örn Sigurðsson, formaður, Ólafur Steinason, Runólfur Jónsson Varamenn: Brynjólfur Gestsson, Ljósbrá Baldursdóttir, Þorvaldur Pálmason Meistarastiganefnd: Erla Sigurjónsdóttir, formaður, Esther Jakobsdóttir, Sverrir Ármannsson Dómnefnd: Guðmundur Páll Arnarson, formaður Ásgeir Ásbjörnsson Erla Sigurjónsdóttir Hermann Lárusson Jón Hjaltason Jónas P. Erlingsson Páll Bergsson Sigurbjörn Haraldsson Örn Arnþórsson Laga- og keppnisreglunefnd: Kristján Blöndal, formaður 2 nefndarmenn valdir á næsta fundi Stjórn Minningarsjóðs Alfreðs Alfreðssonar: Einar Jónsson, formaður, Kristján B. Snorrason, Stefanía Skarphéðinsdóttir |
5. Önnur mál a) Matthías Þorvaldsson spurði um tilurð og tilgang Alfreðssjóðsins. Stefanía skýrði í grófum dráttum tilurð sjóðsins og að hann hefði verið stofnaður sem fræðslusjóður yngri spilara. Sjóðurinn hefur t.d. styrkt yngri spilara á Evrópumót og einnig fengu Norðurlandameistar yngri spilara 2001 styrk í viðurkenningarskyni. b) Erla Sigurjónsdóttir sagði frá því að Bridgefélag Hafnarfjarðar væri að gera samstarfssamning við Íþrótta- og tómstundaráð Hafnarfjarðar og fengi félagið styrk á næsta fjárhagsári. c) Kristján Blöndal var með fyrirspurn um hvers vegna Íslandsmót kvenna væri ekki spilað við bestu aðstæður. Fyrirspurninni vísað til mótanefndar. Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 18:20 |
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.