Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

22.4.2013

Stjórnarfundur 10.apríl 2013

 

6. fundur stjórnar í BSÍ haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 16.15

Mætt voru: Jafet Ólafsson, Árni Már Björnsson, Garðar Garðarsson, Helga Bergmann, Jörundur Þórðarson og Ólöf Þorsteinsdóttir. Örvar Snær Óskarsson og Guðný Guðjónsdóttir boðuðu forföll.

1.            Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2.            Norðurlandamótið í bridge - æfingaáætlun. Gert er ráð fyrir þremur föstudagsæfingum fyrir mótið, kvennaliðið mun nýta kjördæmamótið til æfinga, með því að hjálpa til að fylla í aukalið frá Norðurlandi Eystra. Guðmundur Páll Arnarson hefur tekið að sér að vera fyrirliði og þjálfari fyrir opna flokki. Ásgeir gegnir svipuðu hlutverki fyrir kvennaliðið. Einnig er líkamsþjálfun í gangi.

3.            NBU-fundur er ráðgerður í húsakynnum Bláa Lónsins kl 10.30 föstudaginn 24.maí. Dagskrá í samráði við Flemming Nielsen forseta NBU og formaður danska sambandsins. 

                Garðar mun ræða við bæjarstjóra Reykjanesbæjar um móttöku og verðlaunaafhendingu, einnig verður rætt við forsvarsmenn Orkuveitunnar á staðnum í tengslum við mótið og móttökuna. Sveinn R Eiríksson og Vigfús I Pálsson hafa tekið að sér keppnisstjórn og umsjón með mótinu. Sveinn kemur einnig að gerð fyrsta mótsblaðs. Vangaveltur hafa verið um útsendingu mynda frá mótinu í anda mynda frá heimsmeistaramótinu í Hollandi. Nýherji myndi koma að því ef af því yrði.

4.            Bridgekennsla í skólum. Kennsla er vikulega í Rimaskóla, afar jákvæðar viðtökur skólastjórans hafa gert þetta framtak að veruleika auk sjálfboðavinnu af hálfu nokkurra stjórnarmanna (Helga, Guðný, Jafet). Enn eru stjórnarmenn í vafa hversu vel þessi kennsla skilar sér, nemendur misáhugasamir, lítil notkun spilastokksins háir sumum nemum. Góð byrjun gæti líka verið að spila önnur spil eins og vist kana og manna. Enn bið á að kennari í hluta eða fullu starfi byrji.

5.            Samningur hefur verið gerður við Icelandair um 26 flugmiða - þessir samningar um flugmiða hafa reynst sambandinu afar mikilvægir. Engir flugmiðar hafa fengist í innanlandsfluginu en BSÍ boðið að ganga inn í samning sem gildir fyrir ÍSÍ sem er 25% afsláttur. Jákvæðar viðræður hafa verið við WOW.

6.            Svipað fyrirkomulag verður á sumarbridge og í fyrra. Sveinn R Eiríksson verður umsjónarmaður, sami samningur. Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum.

7.            Önnur mál.

a)      Jörundur lagði fram drög að mótaskrá og verður hún skoðuð nánar

b)      Jafet hefur fundað með Jón Þorvarðarsyni. Góður fundur með góðum samskiptum og sáttum.

c)       Helga spurði um bridgeumfjöllun blaða. Í Fréttatímanum er nú bridgeþáttur í umsjá Ísaks Arnar Sigurðssonar, GPA með fastan þátt í mbl.

d)      Jafet greindi frá því að maður nokkur hafi komið fært BSÍ 20-30 ára gömul blöð. Stefna ber að því að fá mann (menn) í að skrá hingað til útgefin blöð og bækur um bridge.

e)      Jafet sagði frá nýrri búð í bláu húsunum í Fákafeni sem ber nafnið Spilavinir. Þar eru margs konar spil og borðspil fáanleg. Hann samdi við eigendum um að dreifa kynningarbæklingnum til þeirra sem kaupa spilastokka.

f)       Næsta kjördæmamót verður á Vestfjörðum nema gripið verði inn í og Færeyjaferð skoðuð.

g)      Fundur í undirbúningsnefnd fyrir NM mánudag 29. apríl kl 16 (Garðar, Helga, Jafet, Sveinn, Vigfús)

Næsti fundur fyrirhugaður strax eftir NM eða þriðjudaginn 28. maí kl 16


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing