Fundargerðir
14.3.2001
14. mars 2001
Stjórnarfundur BSÍ 14. mars 2001
Mættir á fundinn: Guðmundur, Stefanía, Sigtryggur, Anton, Erla, Ljósbrá og Elín.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra. a. Tap á Bridshátið ca 1. milljón. orsakir: fleiri gestir en vanalega og mikil hækkun dollara (verðlaun) og auglýsingatekjur hafa minnkað mjög mikið. Athuga á næsta fundi hækkun gjaldskrár og athuga þá hækkun gjalda á Bridshátíð líka (20%?) b. MasterCard ætlar áfram að vera styrktaraðili Íslandsmótins í sveitakeppni - MasterCard-mótið. c. Meistaranefnd þarf að fara að hittast og fara yfir stigagjöf. T.d. er stigagjöf vegna tvímennings á Bridshátið sú sama með 130 pörum og þegar voru 32. d. Í okt. nk. eru 10 ár síðan Íslendingar urðu heimsmeistarar. Forseta og framkvæmdastj. falið að skipa 3ja manna undirbúningsnefnd sem skipuleggi mót í tilefni afmælisins. e. Landsliðinu er boðið á Bonn-cup 23.-24. maí. f. Evrópska bridssambandið hefur gert samning við e-bridge sem verða aðalstyrktaraðilar að Evrópumótum á árinu. |
2. Húsnæðismál. Forseti skýrði frá stöðu í húsnæðismálum og fékk leyfi til að gefa Frelsinu takmarkaðan tímafrest til að standa við kauptilboð. Tveir aðrir aðilar hafa áhuga og mun forseti gefa Eignarmiðlun söluumboð í 1 viku til að kanna áhuga annars aðilans. |
3. Landsliðsmál. Guðmundur Páll er búinn að velja 3 pör í landsliðið. Þau eru: Þorlákur Jónsson - Matthías Þorvaldsson, Magnús Eiður Magnússon - Þröstur Ingimarsson og Jón Baldursson - Karl Sigurhjartarson sem koma inn í staðinn fyrir Aðalstein og Sverri, en Aðalsteinn baðst undan vegna persónulegra aðstæðna. Kvennanefndin er búin að skrifa yfir 50 konum bréf og boða þær á kynningafund 26. mars n.k. Anton tilkynnti að landslið unglinga væri í góðum gír. Ljósbrá tók til máls undir þessum lið og vildi breyta áherslum og forgangsröðun á verkefnum BSÍ og ráða fræðslu og kynningafulltrúa sem fyrst. Ákveðið var að taka þetta fyrir á næsta fundi. |
4. Mótanefnd - undanþágur. Mótanefnd lagði fram tillögur að breytingu dagsetningar á Íslandsmóti í tvímenning og verður það lagt fyrir til samþykktar á næsta fundi. Kynntar nýjar vinnureglur sem nefndin samþykkti nýlega og afgreiðslur undanþágubeiðna skv. nýju reglunum. |
5. Önnur mál. Engin |
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.