Fundargerðir
3.10.2000
3. október 2000
Stjórnarfundur BSÍ 03. október 2000
Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Anton Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.
1. Skýrsla framkvæmdastjóra. Næsta Evrópumót í sveitakeppni Opinn flokkur, Kvenna flokkur og (H)eldri spilarar ásamt tvímenningi kvenna, verður haldið á Tenerife, Kanaríeyjum 16. - 30 júní 2001. Lögð fram til kynningar ný lög EBL. Fjármál sambandsins eru mjög erfið í augnablikinu. Forsetinn upplýsti að í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi væri aðeins gert ráð fyrir þremur milljónum í styrk sem eru mikil vonbrigði, en reynt verður til þrautar að hækka þessa upphæð. |
2. Fundargerðir. Fundargerðir 24. ágúst og 13. sept. samþykktar. |
3. Ársþing BSÍ 15.okt. Tillögur stjórnar að lagabreytingum yfirfarnar. Sjá meðfylgjandi. Anton Haraldsson form. Laga- og keppnisreglunefndar kynnti tillögur að alert- reglum og reglum um notkun kerfiskorta. Sjá meðfylgjandi. |
4. Landslið. Skýrslur fyrirliða landsliðanna þriggja lagðar fram. Stjórnin þakkar Guðmundi Páli Arnarsyni, Kristjáni Blöndal og Sveini Rúnari Eiríkssyni góð og óeigingjörn störf . |
5. Önnur mál Komið hefur í ljós villa í skráningu butler á síðasta kjördæmamóti. Fyrsta og annað sæti skiptir um eigendur og voru réttir butler-kóngar Bogi Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson frá Bf. Siglufjarðar. Réttar upplýsingar verða a.m.k. settar í ársskýrsluna. |
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði