Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fundargerðir

3.10.2000

3. október 2000

Stjórnarfundur BSÍ 03. október 2000

Mættir á fundinn: Guðmundur Ágústsson, Þorlákur Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ólafur Steinason, Anton Haraldsson og Stefanía Skarphéðinsdóttir.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Næsta Evrópumót í sveitakeppni Opinn flokkur, Kvenna flokkur og (H)eldri spilarar ásamt tvímenningi kvenna, verður haldið á Tenerife, Kanaríeyjum 16. - 30 júní 2001. Lögð fram til kynningar ný lög EBL. Fjármál sambandsins eru mjög erfið í augnablikinu. Forsetinn upplýsti að í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi væri aðeins gert ráð fyrir þremur milljónum í styrk sem eru mikil vonbrigði, en reynt verður til þrautar að hækka þessa upphæð.
2. Fundargerðir.
Fundargerðir 24. ágúst og 13. sept. samþykktar.
3. Ársþing BSÍ 15.okt. 
Tillögur stjórnar að lagabreytingum yfirfarnar. Sjá meðfylgjandi. Anton Haraldsson form. Laga- og keppnisreglunefndar kynnti tillögur að alert- reglum og reglum um notkun kerfiskorta. Sjá meðfylgjandi.
4. Landslið.
Skýrslur fyrirliða landsliðanna þriggja lagðar fram. Stjórnin þakkar Guðmundi Páli Arnarsyni, Kristjáni Blöndal og Sveini Rúnari Eiríkssyni góð og óeigingjörn störf .
5. Önnur mál
Komið hefur í ljós villa í skráningu butler á síðasta kjördæmamóti. Fyrsta og annað sæti skiptir um eigendur og voru réttir butler-kóngar Bogi Sigurbjörnsson og Birkir Jónsson frá Bf. Siglufjarðar. Réttar upplýsingar verða a.m.k. settar í ársskýrsluna.


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olís

Slóð:

Sambandið » Fundargerðir

Myndir


Auglýsing