Beint á leiðarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíðu

Fundargerðir

5.5.1999

5. maí 1999

Stjórnarfundur BSÍ 05. maí 1999

Mættir á fundinn: Þorlákur Jónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir, Ragnar Magnússon, Þorsteinn Berg, Ljósbrá Baldursdóttir, Guðmundur Ágústsson, Ólafur Steinason, Stefanía Skarphéðinsdóttir og Kristján Kristjánsson.

1. Skýrsla framkvæmdarstjóra.
Stefanía upplýsti að deila BSÍ og húsfélagsins í Mjódd yrði tekin til aðalmeðferðar 18.maí, og að dómur félli um miðjan júní. Undirbúningur kjördæmamótsins sem verðar haldið á Akureyri gengur vel. Ekki hefur gengið að fá niðurfelld fasteignagjöld á Þönglabakka 1, en unnið er enn í málinu.
2. Sumarbridge
Ljósbrá víkur af fundi. Þrjú tilboð bárust í sumarbridge, frá eftirtöldum: Sveinn Rúnar Eiríksson 1.555.000,-
Mattías Þorvaldsson 1.435.000,-
Jón Baldursson 1.207.000,-

3. Rottneros
Kristján sagði frá ferð sinni á mót bikarmeistara Norðurlandanna,þar sem spiluðu Íslensku bikarmeistararnir, þeir Ásmundur Pálsson, Aðalsteinn Jörgensen, Guðlaugur R.Jóhannsson og Örn. Kristján sat þar sameiginlegan fund forseta bridgesambanda Norðurlandanna
4. NM 2000
Stefanía upplýsti stöðu mála í undirbúningi, beðið er eftir tilboðum í gistingu og spilasal frá Hótel Örk , Hótelinu á Kirkjubæjarklaustri, lykilhóteli Cabin, Og Grand hótel Reykjavík.
5. Bikarkeppni BSÍ 1999
Dregið verður í bikarkeppnina á kjördæmamótinu á Akureyri 23.maí.
6. Húsnæðismál
Kristján, Guðmundur og Þorlákur, sem var falið á síðasta stjórnarfundi að skoða húsnæði við Gylfaflöt sögðu stjórnarmönnum frá. Málin rædd , og fóru síðan flestir stjórnarmenn og skoðuðu þetta húsnæði.


Viðburðadagatal

Engin skráður viðburður framundan.

Hverjir spila í dag


Olís

Slóð:

Sambandið » Fundargerðir

Myndir


Auglýsing