Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

24.10.2014

Stjórnarfundur 29.sept. 2014

 

Stjórnarfundur BSÍ 29.sept. 2014

Mættir : Jafet, Ólöf, Helga, Guðný, Ingimundur, Guðmundur og Garðar
               

1.   Fundargerð síðasta fundar samþykkt

2.   Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015
      Jafet hefur náð að hækka styrkinn til BSÍ um 2. millj. fyrir árið 2015

3.   Landsliðsmálin- Jafet hélt fund með landsliðsmönnum í framhaldi af spurningum
sem hann lét landsliðsmennina svara eftir EM í Króatíu í júní, hvað hefði mátt gera betur í Króatíu. Á fundinum var lagt fram plagg varðandi svör landsliðsmanna og samandregnar niðurstöður sem Jafet tók saman. Plaggið verður sett inn á heimasíðu sambandsins. Landsliðsæfingar hefjast í janúar 2015, ekki er búið að ganga frá ráðninug landsliðsþjálfara.

4.   Bridgekennslan í skólum
             Ekki hefur náðst að koma bridge inn í skóla á Höfuðborgarsvæðinu á þessari önn
             En Guðný er í sambandi við fermingarbörn á Seltjarnarnesi. Einnig mun Heimir í MK    standa fyrir kennslu. Kennsla verður í skólum í Borgarfirði og á Selfossi.

5.   Icelandair Reykjavík Bridgefestival, fundir hafa verðið haldnir með forráðamönnum Hótel Natura, nokkur hækkun er á leigu, reynt verður að fá einhverja leiðréttingu. Athuga þarf með viðbótarkeppnisstjóra.

6.   Íslandsmótið í sveitakeppni, verið er að athuga með Íslandsmótið í sveitakeppni í Hörpunni, en tilboð liggur fyrir frá Hotlel Natura.          

7.   Vefur BSÍ - er í skoðun, búið er að gera demo fyrir nýja síðu BSÍ má sjá á http://www.svakalegt.com/ , ákveðið að þrír aðilar Guðmundur, Helga og Ólöf eigi fund með þeim sem er að hanna nýja vefin, en hann heitir Jón Stefánsson og gerir þetta í sínum frítíma. Ákveða þarf hvað mikið af upplýsingum á að vera inn á vefnum, endurnýja myndir o.fl. Stefnt að því að taka nýjan vef í notkum febrúar/mars 2015

8.   Ársþing BSÍ sem haldið verður 19.október n.k. Reiknað er með að allir stjórnarmenn gefi kost á sér til áframhaldandi setu, Jafet mun á þinginu fara yfir helstu punkta í starfseminni og fjárhag sambandsins.
            Ársreikningurinn var lagður fram til stjórnarinnar
            Örlítið tap var á rekstri sambandsins, sem stafar  af Evrópumótinu í júní 2014
og miklum kaupum á spilum
Ákveðið var að greiða upp annað lánið sem hvílir á húsnæði BSÍ ca. 2.7 millj. framkvæmdastjóra falið að sjá um málið
            Fjárhagstaðan er góð hjá sambandinu

9.   Önnur mál, ekki ákveðið með næsta fund, en hann verður væntanlega í lok mánaðarins. Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.10

  

Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík Bridgefestival 2020       
        

Northern Lights Bridgefestival 2018

Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
Bf. Akraness  kl. 19:30 - Kirkjubraut 40

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing