Fundargerðir
4.2.1998
4. febrúar 1998
Stjórnarfundur BSÍ 04. febrúar 1998
Mættir á fundinn: Ragnar Magnússon, Sigtryggur Sigurðsson, Þorlákur Jónsson, Ólafur Steinason, Þorsteinn Berg, Ljósbrá Baldursdóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir. Ragnar stjórnaði fundi í fjarveru forseta.
1. Bridgehátíð. Skráning gengur vel bæði í sveitakeppni og tvímenning. Undirbúningur að öðru leyti hefðbundinn og gengur samkvæmt áætlun. |
2. Afmælismót. Rætt hvort gefa ætti út afmælisrit. Framkvæmdaráði falið að taka ákvörðun. Ragnar skýrði frá undirbúningi afmælismótsins, sem hann og Bragi Hauksson bera þungann af. |
3. Landsliðsmál. Sigtryggur skýrði frá nefndarstörfum. Nefndin vill fá ákvörðun stjórnar um eftirfarandi: Fyrirkomulag og tímasetning. Á keppnin að vera opin. Ákvörðun um keppnisgjöld. Kosin landsliðsnefnd: Þorlákur Jónsson formaður, Þorsteinn Berg og Sveinn Rúnar Eiríksson. Nefndin gerir tillögu á næsta fundi um skipulag og tímasetningu. Ákveðið að innheimta ekki keppnisgjöld. |
Viðburðadagatal
Engin skráður viðburður framundan.
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Miðvikudagsklúbburinn
Síðumúla 37 - kl: 19:00
Einskvölds tvímenningar - ALLIR velkomnir