Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

10.2.2016

Stjórnarfundur 14.janúar 2016

 

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 14. janúar kl. 18:00

Mættir: Guðný, Jafet, Guðmundur, Ólöf,  Árni Már, Anna, Júlíus og Ingimundur

 • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt
 • 2. Reykjavík Bridge festival. Undirbúningur gengur vel bæði hvað varðar Star Wars á miðvikudeginum og einnig með tvímennings - og sveitakeppnina. Um 60 sveitir eru þegar skráðar og er stór hluti þeirra eru erlendar sveitir. Menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson mun setja mótið.
 • 3. Landsliðsmál. Keppni í opnum flokki vegna undirbúnings landsliðsins fór fram um seinustu helgi, keppnin var jöfn og tókst vel. Næsta lota verðu 9.-10. mars. Varðandi annan undirbúning landsliðsins þé er ákveðið að taka ekki þátt í því móti sem okkur hefur staðið til boða í Monaco heldur þiggja frekar boð á mót í Moskvu í febrúar.

Undirbúningur/ keppni vegna landsliðs kvenna gekk ekki eins vel og í opna flokknum. Æfingin var illa skipulögð og vanda þarf betur til við næstu æfinga.

 • 4. Blaðauglýsingar. Blaðauglýsing vegna kennslu fyrir undir 25 ár var birt á miðvikudaginn var og verður sett í DV um helgina.
 • 5. Dreifibréf til framhaldsskóla. Útbúið hefur verið kynningarblað um fría bridgekennslu fyrir alla undir 25 ára aldri, verður sent á alla framhaldsskóla.
 • 6. Húsnæðismál. Annað tilboð hefur borist í húsnæði sambandsins. Verður það skoðað en engin sala mun eiga sér stað nema viðunandi húsnæði og staðsetning hafi fundist.
 • 7. Önnur mál.
 • Átak með birtingu slagorða um Bridge er farin af stað á heimasíðu félagsins.
 • Endurskoðun á heimasíðu félagsins er í gangi.
 • Samþykkt var að sambandið festi kaup á hjartstuðtæki til að hafa í húsnæði félagsins. I
 • Úrslit íslandsmótsins í sveitakeppni verða í húsnæði Ferðafélags Íslands Mörkinni 6.

Næsti fundur ákveðinn 24. Febrúar kl. 17:00


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík Bridgefestival 2019        
        

Northern Lights Bridgefestival 2018

Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
Bf. Akraness  kl. 19:30 - Kirkjubraut 40

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing