Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

15.8.2017

Stjórnarfundur 16.ágúst 2017

 

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 16. ágúst, 2017

Mættir: Jafet, Ólöf,  Árni Már, Anna, Ingimundur og Birkir Jón.

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda

•2.     Bridgemót á Siglufirði, október 2017. BSÍ mun styrkja mótshaldara með spilagjöf eins og seinasta ár. Búið er að prenta út auglýsingu um móti sem verið er að dreyfa. 2 sterk pör frá bæði Svíþjóð og Danmörku hafa þegar boðað komu sína. Kynning á mótinu verður birt á Facebook innan skamms. 

•3.     Reykjavík Bridgefestival 2018. Samningur milli Hörpu og Bridgesambandsins liggur fyrir. Brenning, stjórnandi Bridgehátíðarninnar til margra undanfarinna ára kemur til landsins í einka heimsókn innan skamms og mun í leiðinni taka út tölvumál staðarins. Óskað verður eftir við rekstraraðila bílastæða við Hörpuna sér samkomulagi vegna kostnaðar við bílastæði á meðan á mótinu stendur.    

  • 4. Útbreiðsla bridge - markaðsátakið. Verið er að ganga frá auglýsingu og kynningu sem send verður inní Framhaldsskóla núna í haust. Námskeið þar eru fyrirhuguð í september og október. Samvinna við Hrönn sem skipulagt hefur og haldið utan um þetta átak BSÍ verður framlengt.

Vinna þarf jafnframt áfram með að finna leiðir til að kveikja áhuga nemenda í grunnskólum á spilum eins og Bridge og þarf oft að byrja með Mini - Bridge og félagsvist til að kveikja áhugann. Halda þarf áfram vinnu með að kveikja þennan neista og leita allra leiða eins og að fá í lið með okkur aðila sem geta lagt til einverskonar hvatningu til að fá nemendur til að mæta.

Jafet, Anna og Ólöf fylgja þessum málum eftir.

  • 5. Dagskrá Bridgemóta 2017 - Stjórn Bridgesambands Íslands fjallaði um þá umræði sem átt hefur sér stað á Facebook þess efnis að BSÍ hafi breytt dagskrá bikarkeppninnar. Svo var ekki, sú dagskrá sem send var út í lok maí hefur ekki verið breytt.

•6.     Landsliðsmál , Evrópumót 2018- Stjórn Bridgesambands Íslands hefur ákveðið að senda landslið til keppni bæði í opnum flokki og í kvenna flokki á Erópumót 2018 í Belgíu. Ráðinn verður einvaldur bæði fyrir opinn flokk og kvenna lið sem velur í liðin og sér um æfingar. Áhugasamir spilarar sem eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu og tíma sem til þarf eru beðnir að koma upplýsingum til BSÍ fyrir miðjan september.

•7.     Aðalfundur Bridgesambands Íslands. -  Aðalfundur Bridgesambands Íslands verður haldinn 15. október 2017.

•8.     EBL - forsetakjör. - Kosið verður til forseta EBL á föstudag (18/8) og reikna má með hörðum kostningum.

  • 9. Önnur mál :
  • BSÍ hefur fengið boð um að senda fulltrúa á sterkt mót í London í febrúar. Samþykkt var að þiggja þetta boð. Gæti verið tilvalið í undirbúningi landsliðs fyrir komandi átök.
  • Skráning meistarastiga - Nýtt kerfi til að halda utan um meistarastigin er klárt og verður tekið í notkun á næstu dögum. Mikil vinna liggur fyrir við að skrá þau stig sem safnast hafa upp.
  • Reykherbergi í húsnæði BSÍ verður lokað í haust.

Næstu fundir stjórnar :                                                              

19. september kl. 17:00                                                                                     
11. október kl. 17:00


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing