Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

23.10.2017

Stjórnarfundur 11.október 2017

 

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 11.október 2017

Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur, Ingibjörg, Anna Guðlaug, Guðný, Árni Már og Birkir Jón boðuðu forföll

•1.      Fundargerð síðasta fundar, samþykkt

•2.      Ársþing, skýrsla forseta og ársreikningur, Jafet fór yfir fyrirkomulag ársþings, hann mun senda stjórnarmönnum skýrslu sína næsta dag, ársreikningur lagður fram sem sýnir um 400.000 kr hagnað á síðasta starfsári.. Guðmundur Baldursson, fundarstjóri, og Árni Már ritari. Ólöf sér um góðar veitingar. Gert er ráð fyrir að stjórn sambandsins verði óbreytt.

•3.      Landsliðsmál - opni flokkurinn, Jafet átti fund með Antoni Hararldssyni á Siglufirði nýlega hann um miðjan nóvember leggja fram áætlun hvernig hann vill haga þjálfun og vali á landsliðinu. Enn er leitað að þjálfara fyrir kvennalandsliðið.                          Björn Eysteinsson og Guðmundur Baldursson mun kanna áhuga á að senda landlið í eldri manna flokknum á næsta Evrópumót. En sambandið hefur samþykkt að greiða mótsgjald fyrir liðið.

•4.      Bridge útbreiðslumál, Jafet upplýsti að lítill árangur hefði verið af kynningarherferð á Facebook þar sem boðið var upp á frí bridgenámskeið. Einnig hefði verið auglýst á visir.is.  Miklar umræður urðu um þetta mál.                                                            Nauðsynlegt að endurskoða kynningarmál, þetta mikilvæga mál býður nýrrar stjórnar.

•5.      Reykavík Bridgefestival, Samingur við Hörpu er frágenginn, ákveðið að ný stjórn velji nýja undirbúningsnefnd fyrir Bridgehátíðina. Forseti Íslands mun setja hátíðina.

•6.      Gullmerki Bridgesambandsins, Ingibjörg lagði fram greinargerð og gerði grein fyrir hvernig nokkur sambönd og íþróttafélög haga heiðursmerkja viðurkenningum. Nauðsynlegt er að endurnýja merki sambandsins. Samþykkt að halda sig eingöngu við gulllmerki og útbúið verði nýtt merki. Jafet, Ingibjörgu og Ólöfu falið að fylgja málinu eftir.

•7.      Evrópóska Bridgesambandið, Sambandið er að boða til fundar í byrjun febrúar á næsta ári með forsetum og framkvæmdastjórum allra Bridgesambanda í Evrópu. Ákveðið að Jafet og Ólöf sæki fundinn.

•8.       Önnur mál;  Ingimundur upplýsti um bridgemót sem haldið verður að Logalandi þann 25. Nóvember n.k.. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00

Næsti stjórnarfundur væntanlega miðvikudaginn 1. nóvember kl. 17.00


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing