Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

15.12.2017

Stjórnarfundur 13.des. 2017

 

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 13. Des. 2017

Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur,Birkir Jón, Guðný og Ingibjörg                                       

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda.

•2.     Reykavík Bridgefestival 2018. Rætt um undirbúning, fundur verður í undirbúningsnefndinni fyrstu vikuna á nýju ári. Brennig hefur verið í sambandi við tæknimenn Hörpu. Rætt um kvartanir vegna yfirsetu á síðasta móti. Framkvæmd þess var ekki eins og best verður á kosið, ákveðið að tala við Brenning sérstaklega um þetta. Samþykkt að Ólöf ræði við þá aðila sem lentu tvisvar í yfirsetu og koma til móts við þær sveitir.

•3.     Útbreiðsla bridge-auglýsinga á nýju ári- minnisblað frá Guðmundi Páli. Fyrir fundinum lá minnisblað frá GÁP sem var rætt, ákveðið að vera með tvær hálfsíðu augulýsingar um miðjan janúar í dagblöðunum, eins að auglýsa bridge og bridgeskólann á Facebook og jafnvel í útvarpi.

  • 4. Landsliðsmál- Opni flokkurinn-kvennalið og senioraflokkurinn Jafet fór yfir málið og fundi sem hann hefur átt með Antoni varðandi Opnaflokkinn, stefnt er að því að velja landliðið um miðjan febrúar. Jafet hefur rætt við ákveðinn aðila að taka að sér undirbúning á kvennalands liðinu. Svars er að vænta frá honum fyrir áramót. Guðmundur Baldursson og Björn Eysteinsson munu halda utan um Senioraflokkinn, rætt hefurr verið við ákveðinn pör um þátttöku og eru þau tilbúin í undirbúning og þátttöku, stefnt er að vali á liðinu um miðjan febrúar.
  • 5. Samingur við Menntamálaráðuneytið - Jafet var fyrir þremur vikum boðaður á fund í Menntamálaráðuneytinu, þar sem lagt var fram drög að 3 ára samningi um framlög til Bridgesambnadsins sá hængur var á að framlag átti að lækka um 3 mkr. árlega. Jafet sagðist hafa hafnað þessum samningi og tilkynnt að hann myndi ræða við nýjan menntamálaráðherra, þetta væri mjög ranglátt. Bridgesambandið hefði loks síðustu tvö árin náð sama framlagi og var 2007 og 2008. Lagði hann fram minnisblað um málið og samanburð á framlögum til íþróttasamtaka og skáksambandsins. Samþykkt var að ná þyrfti fundi menntamálaráðherra, Jafet og Birki Jón falið að ganga í málið. Leysa þarf málið fyrir næstu áramót.

•6.     EBL- Markaðsátak í gangi. - EBL hefur veitt 16 aðildarlöndum markaðsstuðning. Verið er að taka saman yfirlit um hvaða lönd eru að standa sig best. Yfirlitið verður tilbúið í lok Janúar og er ljóst að Ísland getur ýmislegt af því lært, hvað aðrar þjóðir eru að gera best varðandi útbreiðslu á Bridge.

•7.     Fundir á nýju ári - Næsti stjórnarfundur verður 17. Janúar kl 17.00 og síðan 7. Mars kl. 17.00.

  • 8. Önnur mál :
  • Jafet greindi frá að hann hefði átt fund með Karli Sigurhjartarsyni vegna brottvikningar Skjanna úr Deildarkeppninni. Úrskuður í þessu máli hefði ekki verið nógu skýr og setja þyrfti skýrari vinnureglur þannig að svona atvik kæmi ekki upp aftur.
  • Nýjar borðtölvur eru komnar til landsins og hafa þó nokkur félög keypt tölvur fyrir utan Bridgesambandið.
  • Vefur fyrir skráningu á Bridgehátíðina hefur ekki enn opnað Ólöf gengur í málið og fær liðsinni hjá Gunnlaugi Karlssyni.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00                                                                                


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing