Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

24.1.2018

Stjórnarfunur 7.jan. 2018

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 7. janúar, 2018 kl. 17.00

Mættir: Jafet, Ólöf,  Guðný, Árni Már og Ingimundur, Ingibjörg og Anna.               

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda

Stjórnin byrjaði á því að fara yfir og greina hverjir væru í Móta og Dómnefnd.

Í Mótanefnd sitja: Aðalmenn: Sveinn Rúnar Eiríksson, Anton Haraldsson og Ómar Olgeirsson. Til vara : Frímann  Stefánsson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Guðmundur Snorrason.

Í Dómnefnd sitja: Sigurbjörn Haraldsson;Bjarni H. Einarsson, Sigurður Vilhjálmsson, Pétur Guðjónsson,Guðmundur P. Arnarson, Ásgeir Ásbjörnsson, Magnús E. Magnússon, Guðmundur Sv. Hermannsson, Ólafur Steinason, Kristján Már Gunnarsson, Ómar Olgeirsson, Guðni Einarsosn, Sigurður Sverrisson

  • 2. Samningur um rekstrarframlag á fjárlögum. Samþykkt var að gerður verði þriggja ára samningur um rekstrarframlag ríkisins til BSÍ. Samningur mun berast frá menntamálaráðuneytinu innan tíðar.

•3.     Landsliðsmál - kvennalandsliðið. Hermann Friðriksson hefur verið ráðinn til að halda utan um þjálfun og skipulag hennar. Landsliðsnefnd ásamt Hermanni munu velja í landsliðið, stefnt að vali á landsliðinu um næstu mánaðarmót janúar/febrúar.

•4.     Landsliðsmál opni flokkurinn. Þjálfun opna flokksins er í höndum Antons Haraldssonar og ganga mál samkvæmt áætlun þar.

  • 5. Landsliðsmál öðlingaflokkurinn - senioraflokkurinn. Björn Eysteinsson mun halda utan um þjálfun og mun Guðmundur Baldursson vera honum til aðstoðar og sinna hlutverki liðsstjóra. BSÍ leggur til flugmiða og borgar þátttökugjald.

  • 6. Reykjavík Bridge festival. Allur undirbúningur er samkvæmt áætlun og er töluverð eftirvænting hvernig til tekst með mótið á nýjum stað í Hörpu. Ljóst er að forseti Íslands getur ekki sett Bridgehátíð að þessu sinni og er verið að vinna að því að fá annan aðila til að hlaupa í skarðið.

•7.     Auglýsingar um bridge. Birtar hafa verið nokkrar auglýsingar um Bridge í dagblöðum. Fylgja þarf þeim síðan eftir með umfjöllun og auglýsingum á netmiðlum eins og Facebook.

  • 8. Bridgeskólinn - útbreiðsla bridge. Góð þátttaka var í Bridge skólanum s.l. ár og er von að framhald verði á.

•9.     Húsnæði Bridgesambandsins. Stjórni BSÍ hefur ákveðið að lagt verði fjármag til lagfæringa á húsnæði BSÍ. Laga þarf eldhús, WC og fl. ásamt því að loka reyklaðstöðu. Lagfæringar þessar yrðu gerðar á 2 árum, kostnaður gæti verið 5-7 millj. kr.

•10. Önnur mál.

  • Borist hefur erindi um að BSÍ styrki vinnu við að gera Bridge kynningarþætti fyrir sjónvarp. Jafet hefur verið í sambandi við Guðmundur Örn Jóhannson á Hringbraut og eru þeir áhugasamir um að koma að þessu með okkur. Sigmundur Ernir myndi skrifa handrit í samvinnu við Bridgesambandið. Hugmyndin er að gera 4 þætti sem yrðu endursýndir allt að 12 sinnum og síðan dreift á Facebook. Samþykkti stjórn að leggja til eina milljón í þessa vinnu.

  • Helgi Hermannsson mun halda áfram kennslu á Bridge í framhaldsskólanum á Selfossi.

  • Ţorvaldur Pálmason hefur opnað Facebook síðu á netinu undir heitinu Bridge á netinu. Gott framtak hjá honum.

Næsti fundur ákveðinn 7. mars kl. 17:00

Ritari : Árni Már Björnsson


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík Bridgefestival 2020       
        

Northern Lights Bridgefestival 2018

Viđburđadagatal


Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2019
   
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing