Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Fundargerđir

24.1.2018

Stjórnarfunur 7.jan. 2018

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands 7. janúar, 2018 kl. 17.00

Mættir: Jafet, Ólöf,  Guðný, Árni Már og Ingimundur, Ingibjörg og Anna.               

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda

Stjórnin byrjaði á því að fara yfir og greina hverjir væru í Móta og Dómnefnd.

Í Mótanefnd sitja: Aðalmenn: Sveinn Rúnar Eiríksson, Anton Haraldsson og Ómar Olgeirsson. Til vara : Frímann  Stefánsson, Ólöf Þorsteinsdóttir og Guðmundur Snorrason.

Í Dómnefnd sitja: Sigurbjörn Haraldsson;Bjarni H. Einarsson, Sigurður Vilhjálmsson, Pétur Guðjónsson,Guðmundur P. Arnarson, Ásgeir Ásbjörnsson, Magnús E. Magnússon, Guðmundur Sv. Hermannsson, Ólafur Steinason, Kristján Már Gunnarsson, Ómar Olgeirsson, Guðni Einarsosn, Sigurður Sverrisson

  • 2. Samningur um rekstrarframlag á fjárlögum. Samþykkt var að gerður verði þriggja ára samningur um rekstrarframlag ríkisins til BSÍ. Samningur mun berast frá menntamálaráðuneytinu innan tíðar.

•3.     Landsliðsmál - kvennalandsliðið. Hermann Friðriksson hefur verið ráðinn til að halda utan um þjálfun og skipulag hennar. Landsliðsnefnd ásamt Hermanni munu velja í landsliðið, stefnt að vali á landsliðinu um næstu mánaðarmót janúar/febrúar.

•4.     Landsliðsmál opni flokkurinn. Þjálfun opna flokksins er í höndum Antons Haraldssonar og ganga mál samkvæmt áætlun þar.

  • 5. Landsliðsmál öðlingaflokkurinn - senioraflokkurinn. Björn Eysteinsson mun halda utan um þjálfun og mun Guðmundur Baldursson vera honum til aðstoðar og sinna hlutverki liðsstjóra. BSÍ leggur til flugmiða og borgar þátttökugjald.

  • 6. Reykjavík Bridge festival. Allur undirbúningur er samkvæmt áætlun og er töluverð eftirvænting hvernig til tekst með mótið á nýjum stað í Hörpu. Ljóst er að forseti Íslands getur ekki sett Bridgehátíð að þessu sinni og er verið að vinna að því að fá annan aðila til að hlaupa í skarðið.

•7.     Auglýsingar um bridge. Birtar hafa verið nokkrar auglýsingar um Bridge í dagblöðum. Fylgja þarf þeim síðan eftir með umfjöllun og auglýsingum á netmiðlum eins og Facebook.

  • 8. Bridgeskólinn - útbreiðsla bridge. Góð þátttaka var í Bridge skólanum s.l. ár og er von að framhald verði á.

•9.     Húsnæði Bridgesambandsins. Stjórni BSÍ hefur ákveðið að lagt verði fjármag til lagfæringa á húsnæði BSÍ. Laga þarf eldhús, WC og fl. ásamt því að loka reyklaðstöðu. Lagfæringar þessar yrðu gerðar á 2 árum, kostnaður gæti verið 5-7 millj. kr.

•10. Önnur mál.

  • Borist hefur erindi um að BSÍ styrki vinnu við að gera Bridge kynningarþætti fyrir sjónvarp. Jafet hefur verið í sambandi við Guðmundur Örn Jóhannson á Hringbraut og eru þeir áhugasamir um að koma að þessu með okkur. Sigmundur Ernir myndi skrifa handrit í samvinnu við Bridgesambandið. Hugmyndin er að gera 4 þætti sem yrðu endursýndir allt að 12 sinnum og síðan dreift á Facebook. Samþykkti stjórn að leggja til eina milljón í þessa vinnu.

  • Helgi Hermannsson mun halda áfram kennslu á Bridge í framhaldsskólanum á Selfossi.

  • Ţorvaldur Pálmason hefur opnað Facebook síðu á netinu undir heitinu Bridge á netinu. Gott framtak hjá honum.

Næsti fundur ákveðinn 7. mars kl. 17:00

Ritari : Árni Már Björnsson


Stjórnborđ

Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré

Reykjavík Bridgefestival 2020       
        

Northern Lights Bridgefestival 2018

Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag


Bf. Hafnarfjarðar, Flatahrauni 3, hefst kl. 19:00
 

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Sambandiđ » Fundargerđir

Myndir


Auglýsing