Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Fundargeršir

18.10.2018

Stjórnarfundur 16.okt. 2018

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands

haldinn 16. október, 2018 kl. 17.30

Mættir: Jafet, Ólöf,  Birkir Jón, Árni Már, Ingimundur og Ingibjörg.          

Dagskrá

  • 1. Fundargerð síðasta fundar, samþykkt án athugasemda
  • 2. Starfsemin i vetur - Bridgeskólinn. Aðsókn í Bridgeskólann s.l. starfsár var með ágætum og sóttu kvenmenn heldur betur skólann en karlar. Ungir nemendur (undir 25) sóttu einnig skólann prýðilega svo átak BSÍ hefur eitthvað haft að segja.
  • 3. Breytingar á húsnæði. Skoðaðar voru tillögur og kostnaðaráætlun að breytingu á húsnæði Bridgesambandsins og var fólk sammála því að tímabært væri að lagfæra eldhús og WC aðstöðu ásamt almennu viðhaldi. Var framkvæmdastjóra gefin heimild til að vinna samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun og tillögum sem kynnt var og skoða jafnframt þær tillögur sem komu fram á fundinum.
  • 4. Įrsþing sambandsins 21. október. Búið er að senda til stjórnar punkta frá forseta sambandsins vegna starfsemi s.l. árs. Bridgesamband Íslands er 70 ára í ár.
  • 5. Reykjavíkur Bridgehátíð í Hörpu í febrúar 2019. Undirbúningur vegna Bridgehátíðar er þegar hafinn og búið að undirstinga fjölmiðla og verið að skoða hver mun setja hátíðina. Zia hefur gefið grænt ljós á að mæta með einhverja góða spilara með sér.

•6.      Landsliðsmál. Umræða var tekin um stöðu landsliðsmála.

•7.       Önnur mál.

  • Skjanna mál svo kallað var til umræðu og var stjórn sammála um að BSÍ héldi sig við áður útgefna niðurstöðu. Skjanni fellur þar sem þeir mættu ekki til leiks.
  • Kaup á spilum, verið er að skoða með kostun á kaupum á spilum.
  • Įrni Már Björnsson hættir í stjórn á næsta ársþingi og þakkaði samstarfið og samvinnu stjórnar.

Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Bf. Kópavogs Spilamennska hefst kl. 19:00 ,Spilað er í Gjabakka, Fannborg 8. 1.hæð
Bf. Selfoss kl. 19:30 - Selið, Íþróttavallarsvæði
 

Skoða alla daga


Olķs

Slóš:

Sambandiš » Fundargeršir

Myndir


Auglżsing