Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Fundargeršir

31.5.2019

Stjórnarfundur 22.maķ 2019

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                     22. maí 2019 - kl. 17:30.

Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Sigurður Páll, Guðný, Ingimundur og Ólöf.  Ingibjörg og Birkir Jón voru í sambandi

•1.     Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

•2.     Samningur við Reykjavíkurborg .   Samningur við borgina um árlegan styrk vegna Reykjavík Bridgehátíð liggur hjá borginni og bíður afgreiðslu, líklegt að að hann komi inn í fjárhagsáætlun næsta árs hjá Reykjavíkurborg. Jafet mun fylgja málinu eftir en þetta er mikið réttlætismál.

•3.     Norðurlandamót í Kristiansand.  Guðmundur Páll er að þjálfa konurnar og Anton opna flokkinn, um helgina, 24.-26. maí, verður æfing hjá báðum liðum í Síðumúlanum.  Búið er að fá andstæðinga til þriggja daga spilamennsku. Undirbúningur gengur vel. Ólöf mun sjá um keppnistreyjur og annað sem liðin þurfa.

•4.     Nýr vefur.  Til stóð að opna nýjan vef í maí en af því getur ekki orðið fyrr en í júní.  Mikið er að gera hjá vefhönnuðinum sem skýrir þessa töf. Líklegt að vefurinnn verði opnaður með smá viðhöfn í lok ágúst eða byrjun september.

•5.     Opna Evrópumótið í Istanbul.  Sveinn Rúnar, Júlíus, Sverrir og Hrannar verða fulltrúar okkar Íslendinga á mótinu.  Skráningar í mótið hafa vrið tregar en hafa nú tekið smá kipp en skráningarfrestur var framlengdur. Búið er að ná samkomulagi við Nunes að mæta ekki í mótið en margir spilarar höfðu hótað að mæta ekki í mótið kæmi Nunes.

•6.     Sumarbridge.  Sveinn Rúnar stjórnar sumarbridge og byrjar hann 22. maí og verður vikulega í sumar. Mætingahvatar verða kynntir á heimasíðunni, sem og góð verðlaun í haust.

•7.     Framkvæmdir í Síðumúlanum.  Verið er að mála allt þessa dagana. Leitað var þriggja tilboðaða kostnaður með efni verður rétt um 1,4 mkr.

•8.     Gjöf frá Kviku Banka. Jafet leitaði eftir stuðningi hjá Kviku Banka en bankinn keypti nýlega Gamma. Bankinn ákvað að færa Bridgesambandinu hjartastuðtæki að gjöf en nauðsynlegt er að hafa slíkt tæki í húsnæði sambandsins. Tækinu komið upp í maí.

•9.     Önnur mál.  Jafet kynnti nýtt kynningarblað um Reykjavík Bridgefestival í janúar 2020, blaðinu dreift á næstu erlendu mótum. Ákveðið að funda næst eftir miðjan september nema eitthvað sérstakt komi upp.                                                                            Ársþing Bridgesambandsins verður 20. október.

Fleira ekki gert

Fundi slitið 18:30


Stjórnborš

Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré

Reykjavík - Bridgefstival
28.janúar - 31.janúar
2021

      
        

Northern Light - Sigló mótið
Mótið verður haldið dagana 11-13.september 2020
Skráning
Nánari upplýsingar koma mjög fljótlega
Sjá auglýsingu

Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020  
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

Skoða alla daga


Olķs

Slóš:

Sambandiš » Fundargeršir

Myndir


Auglżsing