Beint į leišarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Ķslands - Fara į forsķšu

Fundargeršir

25.3.2020

Stjórnarfundur 23.mars 2020

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands
23. mars 2020 - kl. 17:30.

Mætt eru Jafet, Sunna, Gunnar Björn, Sigurður Páll, Pétur og Ólöf. Denna og Ingimundur boðuðu forföll

1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta stjórnar
fundar var send út og er á vefnum.
2. Næstu mót. Farið yfir stöðuna varðndi Covid19 og áhrif þess á spilamennsku og
mót framundan. Ákveðið er að fresta öllum mótum sem halda átti fram að 10. maí.
Įkvörðun um hvort verður spilað eftir 10. maí svo og hvort Kjördæmamótið fari
fram 15-16. maí verður tekin um mánaðarmótin apríl/maí.
3. Evrópumótið-val á landsliði Jafet sagði frá umræðum og skeyta sendingum í
stjórn EBL varðandi Evrópumótið á Madeira um miðjan júní, ef mótinu verður
frestað eru mestar líkur á að þá verði spilað um miðjan nóvember. Anton hefur
įkveðið hverjir skipa landslið Íslands í Opnaflokknum og tilkynning um það var sett
inn á vefinn, val á kvennalandsliðinu liggur fyrir fyrstu viku í apríl.
4. Heimildarmynd um Bridge - Jón Óttar Ragnarsson fyrrverandi sjónvarpsstjóri
vinnur nú að mikilli heimildarmynd um bridge og áhuga Íslendinga á Bridge. Sjálfur
hefur hann spilað Bridge frá unga aldri. Fyrir liggur rammi að myndinni og eru tökur
žegar hafnar, ræða á við nokkra heimsþekkta menn um áhuga þeirra á Bridge m.a.
Warren Buffet, Bill Gates og Mick Jaegger, auk heimsþekktra bridgespilara.
Jón Óttar leitar eftir stuðningi Bridgesambandsins við gerð þessarar myndar.
Nokkur umræða varða um málið. Samþykkt var að Bridgesambandið myndi veita
400.000 til verkefnis, það skilyrði yrði sett að Ísland fengi þarna nokkuð rými og
rætt verði við einn úr Heimsmeistaraliðinu frá 1991.
5. Önur mál, fleira ekki gert fundi slitið 18.15.
Næsti stjórnarfundur verður sennilega 29. apríl kl. 17.45


Višburšadagatal

Engin skrįšur višburšur framundan.

Hverjir spila ķ dag

Skoða alla daga

Bridgefélag Reykjavíkur.   Síðumúla 37.  Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30


Olķs

Slóš:

Sambandiš » Fundargeršir

Myndir


Auglżsing