Fundargerðir
30.10.2006
30.október
1. fundur nýrrar stjórnar BSÍ 2006 - 2007
haldinn mánudaginn 30.okt. 2006. Mættir voru: Guðmundur Baldursson, Garðar
Garðarsson, Helgi Bogason, Hrafnhildur Skúladóttir, Ísak Örn Sigurðsson,
Kristján Blöndal, Loftur Þór Pétursson, Ómar Olgeirsson, Stefanía
Sigurbjörnsdóttir og Sveinn Rúnar Eiríksson.
Dagskrá:
1. Nýendurkjörinn forseti, Guðmundur Baldursson, setti fund.
Hann greindi frá úrslitum síðustu móta:
Einmenningsmeistari með nokkrum yfirburðum varð Kristján Þorsteinsson frá
Dalvík. Hann greindi frá úrslitum í Shell-Deildakeppninni (100 þús. króna
styrkur frá Skeljungi)
1. deild: 1. Eykt, 2.Garðar og Vélar, 3. Grant Thornton
2. deild: 1. Esja kjötvinnsla, 2. Tryggingamiðstöðin
3. deild: 1. Gunnar Björn Helgason, 2. Sveinbjörn Eyjólfsson
Forseti greindi frá mjög erfiðri fjárhagsstöðu eins og fram kom á nýafstöðnu
ársþingi. Ýmsar orsakir s.s. ný spilagjafavél, tap á Bridgehátíð, landslið,
kaup á bridge-mate, BSÍ dottið af fjárlögum
2.Stjórn skiptir með sér verkum
Stjórn Bridgesambands Íslands 2006 - 2007
Forseti: Guðmundur Baldursson
Varaforseti: Kristján Blöndal eitt ár eftir
Gjaldkeri: Stefanía Sigurbjörnsdóttir eitt ár eftir
Ritari: Hrafnhildur Skúladóttir til tveggja ára
Meðstjórnendur:
Helgi Bogason til tveggja ára
Ómar Olgeirsson eitt ár eftir
Sveinn Rúnar Eiríksson til tveggja ára
Varastjórn:
Frímann Stefánsson
Garðar Garðarsson
Loftur Pétursson
Framkvæmdastjóri: Ísak Örn Sigurðsson
Rætt var hlutverk gjaldkera og framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri sér um
fjármál og daglegan rekstur í umboði stjórnar en gjaldkeri hefur eftirlit
með fjármálum.
Stjórnin hefur leyfi til að skipa í 3gja manna framkvæmdaráð og voru Ómar,
Helgi og Guðmundur endurkjörnir í það.
3. Nefndaskipan á nýju starfsári:
Dómnefnd Bridgesamband Íslands 2006-2007 er skipuð:
Guðmundur Páll Arnarson formaður
Ásgeir Ásbjörnsson
Erla Sigurjónsdóttir
Garðar Garðarsson
Hermann Lárusson
Jónas P. Erlingsson
Matthías Þorvaldsson
Sigurbjörn Haraldsson
Sveinn Rúnar Eiríksson
Áfrýjunarnefnd BSÍ 2006-2007 skipa:
Guðjón Bragason formaður
Björgvin Þorsteinsson varaformaður
Esther Jakobsdóttir
Guðmundur Ágústsson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján Kristjánsson
Loftur Þór Pétursson
Meistarastiganefnd BSÍ 2006-2007 skipa:
Ómar Olgeirsson formaður
Gísli Steingrímsson
Gabríel Gíslason
Rætt var um útgáfu meistarastigaskrár, ákveðið að Ómar skyldi skoða kostnað.
Heiðursmerkjanefnd BSÍ 2006-2007 skipa:
Guðmundur Baldursson
Guðmundur Sv. Hermannsson
Kristján B. Snorrason
Laga- og keppnisreglunefnd BSÍ 2006-2007 skipa:
Kristján Blöndal formaður
Björgvin Már Kristinsson
Jón Baldursson
Fjölmiðlanefnd BSÍ 2006-2007 skipa:
Sveinn Rúnar Eiríksson formaður Heimasíða
Loftur Þór Pétursson Fjölmiðlar
Ómar Olgeirsson Textavarpið
Mótanefnd: BSÍ 2006-2007 skipa:
Formaður Ómar Olgeirsson
Páll Þórsson
Sveinn Rúnar Eiríksson
varamaður
Garðar Garðarsson
( hér vantar 2 varamenn)
Að lokum var áréttað mikilvægi þess að skrifa fundargerð þegar fundað væri í
nefndum.
4. Önnur mál
Kristján Blöndal var ræddi tap á Bridgehátíð. Ísak mun fara á fund með
Flugleiðamönnum n.k. miðvikudag til að reyna að fá fasta fjárhæð fyrir
mótið. Tomas Brenning er til í að koma aftur sem reiknimeistari.
Auglýsingar – sérhver stjórnarmaður reyni að útvega eitt fyrirtæki til að
auglýsa í húsakynnum BSÍ. (Logoflex skiltagerð GB)
Garðar var óhress með slaka mætingu á ársþing (aðeins 17 atkvæði af 57).
Hvernig á að koma skilaboðum örugglega áleiðis? Hvað er til ráða. Reyna að
örva mætingu.
Garðar var ánægður með bridgekennslu GPA, fannst hún umbunar virði. Hann
ræddi einnig bjórsölu á föstudagskvöldum sem fer í taugarnar á mörgum. Guðm.
stakk upp á að leyfa aðeins sölu fyrir síðustu umferð. Rætt að skást væri að
sérhvert félag gæti sett sínar eigin reglur um þetta mál.
B.R. ætlar að hætta með bridge á föstudögum bráðlega, í síðasta lagi um
áramót. Fyrirspurn til Sveins Eiríkssonar um að stofna annan einkarekinn
klúbb í staðinn.
Forseti ræddi um kvennabridge, almenn ánægja með kennslu GPA og samþykkt að
reyna að fá GPA í að halda fleiri námskeið.
Ákveðið var að verða við skriflegri beiðni yngri spilara um að fá að halda
opið mót í apríl til styrkja þá til frekari þátttöku í mótum erlendis. Rætt
var um leiðir til að koma bridsi inn í framhaldsskólana og bjóða upp á
framhaldsnámskeið fyrir þá nem. hjá BSÍ.
Reykjavík 30.okt. 2006
Hrafnhildur Skúladóttir
Viðburðadagatal
Flýtileiðir
Hverjir spila í dag
Bridgefélag Reykjavíkur. Síðumúla 37. Byrjar kl 19:00
Bf. Akureyrar, Skipagata 14, 4.hæð kl. 19:00
Bridgefélag Rangæinga, Heimalandi, kl. 19:30
Bf. Hrunamanna, Flúðir kl. 19:30